Nedved framlengir við Juventus

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur framlengt samning sinn við ítalska félagið Juventus um eitt ár og verður því samningsbundinn út næsta keppnistímabil. Illa hafði gengið í samningaviðræðum og fyrir helgi hafði Nedved lýst yfir að hann ætti ekki von á að ná samningum.