Í útlöndum er ónýtt kjöt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. apríl 2008 05:45 Þegar ég var krakki var kjúklingur aðallega eitthvert fínerí í útlöndum. Á þeim árum var samræmdur matseðill á öllum heimilum landsins alla daga vikunnar, nema húsmæðrum var heimilt að velja hvort þær hefðu læri eða hrygg í sunnudagsmatinn - og kjúklingur var ekki meðal þess sem þótti eiga erindi við landsmenn að bestu manna yfirsýn, enda hálfgert viðrini, hvorki kjöt né fiskur, engin fita, engin næring og ekki hægt að setja í súr... Ein og ein púta sem lokið hafði ævistarfi sínu var kannski elduð fyrir forvitni sakir. Þá var hún látin vera í ofni lengi dags og svo borin fram með brúnni sósu, Orabaunum og kartöflum - eins og allt hitt.Kjúklingur på hundrede måderSmám saman opnuðust augu landsmanna þó fyrir möguleikum þessa ágæta kjöts. Fólk sigldi; blankir stúdentar í Kaupmannahöfn lærðu að elda kjúkling på hundrede måder; nýjar matreiðslubækur ruddu Helgu Sig úr vegi hjá ungu fólki og síðast en ekki síst komu hingað innflytjendur frá Asíu og settu á fót veitingastaði sem buðu upp á ljúffenga kjúklingarétti.Smám saman opnuðust sem sé augu Íslendinga fyrir því að þetta kjöt var kannski ágætt þótt það bragðaðist skringilega með brúnni sósu. Kjúklingar hafa orðið æ algengari á borðum landsmanna, enda kjötið þeirrar náttúru að endalaust má leika sér með krydd og meðlæti. Fyrir nokkrum árum ríkti meira að segja samkeppni í kjúklingarækt og rétt á meðan var hann ekki verðlagður eins og munaðarvara en sú tíð er löngu liðin. Það væri nær að stöðva umferð út af kílóverðinu á kjúklingum en bensínverði.Útlenskt fúskOg nú er farið að ræða um hugsanlegan innflutning. Þá upphefst kunnuglegt tal. Það er ekkert hægt að treysta útlensku kjöti - þeir eru ekki nógu passasamir með hlutina þarna í útlöndum... „Í útlöndum er ekkert skjól / eilífur stormbeljandi", eins og Hannes Hólmsteinn orti.Málsmetandi menn í landbúnaði vitna nú hver af öðrum um það að útlendingar kunni ekkert til verka við framleiðslu þessa kjöts sem eitt sinn bar þó með sér sjálfan keiminn af útlöndum. Látið er að því liggja að það verði stórhættulegt heilsu landsmanna ef innflutningur á því verði gefinn frjáls.En sé þetta nú í raun og veru svo að útlendingar séu svona illa að sér um matvælaframleiðslu þá hlýtur eiginlega að vakna sú spurning hvort nóg sé að gert. Í ljósi þeirrar miklu hættu sem steðjar að heilsu landsmanna verði innflutningur leyfður á kjúklinga- og svínakjöti - hvers vegna þá að leyfa innflutning á grænmeti? Með hverju skyldi það nú vera úðað? Einhverjum útlenskum óþverra...Er ekki full ástæða til að taka til endurskoðunar að leyfa innflutning á útlensku víni? Hvað vitum við um þær aðferðir sem tíðkast við slíkt? Er ekki fólk að trampa þetta berfætt á einhverjum vínþrúgum þarna úti í Frakklandi eins og það er nú geðslegt - er óhætt að láta afurðir af slíku inn fyrir sínar varir?Nú er ég náttúrlega ekki annað en einn aumur og ótíndur neytandi og vitlaus og réttlaus og seinþreyttur eftir því - væri sæmst að þegja bara og borga og tuða svo í bílnum á leiðinni heim. Því fer í raun og veru fjarri að það sé áhugamál mitt frekar en flestra annarra landsmanna að afkomu bænda um dreifðar byggðir landsins verði ógnað frekar en orðið er, og sjálfsagt er ýmislegt til í því að bændur eru viðkvæmari en margar aðrar stéttir fyrir hinu geggjaða vaxtaokri sem liggur eins og mara á þjóðlífinu. En kjúklingarækt: er það beinlínis landbúnaður? Það eru að minnsta kosti takmörk fyrir því hve mikið er hægt að leggja á neytendur - bændur eru ekki einir um að þjást undan vaxtaánauðinni. Og óneitanlega hlýtur maður að sperra eyrun þegar rætt er um allt að tuttugu og fimm prósenta verðlækkun verði raunverulega heimilaður innflutningur á landbúnaðarvörum.Krónan er dauð. Lengi lifi evran. Það hlýtur að blasa við að við getum ekki öllu lengur hagað mynt okkar eftir því að Davíð Oddsson virðist líta á evruna sem persónulega móðgun við sig. Andúð á evru fer að verða fyrir skringimenni, svona eins og að afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Sennilega þarf raunverulega umbótastjórn Samfylkingar og Framsóknar til að ráðamenn horfist í augu við að Evrópusambandsaðild er ekki bara óhjákvæmileg heldur líka æskileg. Og kjötframleiðendur geta farið að búa sig undir samkeppnina sem henni fylgir. Og við neytendur farið að hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Þegar ég var krakki var kjúklingur aðallega eitthvert fínerí í útlöndum. Á þeim árum var samræmdur matseðill á öllum heimilum landsins alla daga vikunnar, nema húsmæðrum var heimilt að velja hvort þær hefðu læri eða hrygg í sunnudagsmatinn - og kjúklingur var ekki meðal þess sem þótti eiga erindi við landsmenn að bestu manna yfirsýn, enda hálfgert viðrini, hvorki kjöt né fiskur, engin fita, engin næring og ekki hægt að setja í súr... Ein og ein púta sem lokið hafði ævistarfi sínu var kannski elduð fyrir forvitni sakir. Þá var hún látin vera í ofni lengi dags og svo borin fram með brúnni sósu, Orabaunum og kartöflum - eins og allt hitt.Kjúklingur på hundrede måderSmám saman opnuðust augu landsmanna þó fyrir möguleikum þessa ágæta kjöts. Fólk sigldi; blankir stúdentar í Kaupmannahöfn lærðu að elda kjúkling på hundrede måder; nýjar matreiðslubækur ruddu Helgu Sig úr vegi hjá ungu fólki og síðast en ekki síst komu hingað innflytjendur frá Asíu og settu á fót veitingastaði sem buðu upp á ljúffenga kjúklingarétti.Smám saman opnuðust sem sé augu Íslendinga fyrir því að þetta kjöt var kannski ágætt þótt það bragðaðist skringilega með brúnni sósu. Kjúklingar hafa orðið æ algengari á borðum landsmanna, enda kjötið þeirrar náttúru að endalaust má leika sér með krydd og meðlæti. Fyrir nokkrum árum ríkti meira að segja samkeppni í kjúklingarækt og rétt á meðan var hann ekki verðlagður eins og munaðarvara en sú tíð er löngu liðin. Það væri nær að stöðva umferð út af kílóverðinu á kjúklingum en bensínverði.Útlenskt fúskOg nú er farið að ræða um hugsanlegan innflutning. Þá upphefst kunnuglegt tal. Það er ekkert hægt að treysta útlensku kjöti - þeir eru ekki nógu passasamir með hlutina þarna í útlöndum... „Í útlöndum er ekkert skjól / eilífur stormbeljandi", eins og Hannes Hólmsteinn orti.Málsmetandi menn í landbúnaði vitna nú hver af öðrum um það að útlendingar kunni ekkert til verka við framleiðslu þessa kjöts sem eitt sinn bar þó með sér sjálfan keiminn af útlöndum. Látið er að því liggja að það verði stórhættulegt heilsu landsmanna ef innflutningur á því verði gefinn frjáls.En sé þetta nú í raun og veru svo að útlendingar séu svona illa að sér um matvælaframleiðslu þá hlýtur eiginlega að vakna sú spurning hvort nóg sé að gert. Í ljósi þeirrar miklu hættu sem steðjar að heilsu landsmanna verði innflutningur leyfður á kjúklinga- og svínakjöti - hvers vegna þá að leyfa innflutning á grænmeti? Með hverju skyldi það nú vera úðað? Einhverjum útlenskum óþverra...Er ekki full ástæða til að taka til endurskoðunar að leyfa innflutning á útlensku víni? Hvað vitum við um þær aðferðir sem tíðkast við slíkt? Er ekki fólk að trampa þetta berfætt á einhverjum vínþrúgum þarna úti í Frakklandi eins og það er nú geðslegt - er óhætt að láta afurðir af slíku inn fyrir sínar varir?Nú er ég náttúrlega ekki annað en einn aumur og ótíndur neytandi og vitlaus og réttlaus og seinþreyttur eftir því - væri sæmst að þegja bara og borga og tuða svo í bílnum á leiðinni heim. Því fer í raun og veru fjarri að það sé áhugamál mitt frekar en flestra annarra landsmanna að afkomu bænda um dreifðar byggðir landsins verði ógnað frekar en orðið er, og sjálfsagt er ýmislegt til í því að bændur eru viðkvæmari en margar aðrar stéttir fyrir hinu geggjaða vaxtaokri sem liggur eins og mara á þjóðlífinu. En kjúklingarækt: er það beinlínis landbúnaður? Það eru að minnsta kosti takmörk fyrir því hve mikið er hægt að leggja á neytendur - bændur eru ekki einir um að þjást undan vaxtaánauðinni. Og óneitanlega hlýtur maður að sperra eyrun þegar rætt er um allt að tuttugu og fimm prósenta verðlækkun verði raunverulega heimilaður innflutningur á landbúnaðarvörum.Krónan er dauð. Lengi lifi evran. Það hlýtur að blasa við að við getum ekki öllu lengur hagað mynt okkar eftir því að Davíð Oddsson virðist líta á evruna sem persónulega móðgun við sig. Andúð á evru fer að verða fyrir skringimenni, svona eins og að afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Sennilega þarf raunverulega umbótastjórn Samfylkingar og Framsóknar til að ráðamenn horfist í augu við að Evrópusambandsaðild er ekki bara óhjákvæmileg heldur líka æskileg. Og kjötframleiðendur geta farið að búa sig undir samkeppnina sem henni fylgir. Og við neytendur farið að hlakka til.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun