Bíó og sjónvarp

Tulpan sigurvegari á RIFF

Kvikmyndin Tulpan fékk aðalverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.
Kvikmyndin Tulpan fékk aðalverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Kvikmyndin Tulpan fékk aðalverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem voru afhent í hvalaskoðunarskipum við Ægisgarð um helgina. Myndin fjallar um Asa sem ferðast til Kasakstan eftir að hafa lokið herþjónustu hjá rússneska flotanum. Til þess að gerast hirðingi reynir hann að vinna ástir Tulpan og kvænast henni.

Heimildarmyndin Rafmögnuð Reykjavík eftir Arnar Jónasson hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. Myndin fjallar um áhrif raf- og danstónlistar níunda og tíunda áratugarins á tónlistarheiminn.

Hátt í þrjú hundruð manns sóttu Reykjavík heim vegna hátíðarinnar, þar af tæplega fimmtíu leikstjórar og framleiðendur. Aðsóknin á hátíðina hefur aukist ár frá ári og var fjöldi mynda sýndur fyrir fullum sal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×