Stórstjörnur í kvikmynd um fundinn í Höfða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 20:42 J.K. Simmons og Jeff Daniels verða hér á landi í október við tökur á myndinni getty Leikarar á borð við Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons eru væntanlegir hingað til lands í byrjun október til að leika í kvikmynd um fund Ronald Reagans fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjov fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða í Reykjavík. Frá þessu greinir miðillinn Deadline. Þar segir að myndin muni einfaldlega bera heitið Reykjavik og fjalla um fundinn mikilvæga sem átti sér stað eina spennuþrungna helgi 11. og 12. október árið 1986 þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Jeff Daniels mun fara með hlutverk Reagan en Jared Harris leikur Gorbatsjov. Þá mun J.K. Simmons fara með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Michael Russel Gunn leikstýrir myndinni eftir eigin handriti. Tökur fara fram hér á landi í október, að miklu leyti í Höfða. Í umfjöllun Deadline segir að Gunn hafi staðið að miklum rannsóknum við skrif myndarinnar. Hugmyndin hafi kviknað þegar hann hafi farið á fund Shultz í Stanford í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi fengið afhent leynileg gögn af fundinum. Gögn sem nú hafa verið opinberuð. Í ljósi stríðsátaka í Evrópu sé ætlunin að varpa ljósi á það hvernig megi ná sáttum á tímum stríðsátaka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform eru uppi um gerð kvikmyndar eða sjónvarpsþáttaraðar um Höfðafundinn. Fyrir um áratug hófust þreifingar á þáttaröð um fundinn þar sem Michael Douglas átti að fara með hlutverk Reagan og Christoph Waltz með hlutverk Gorbatsjov. Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Frá þessu greinir miðillinn Deadline. Þar segir að myndin muni einfaldlega bera heitið Reykjavik og fjalla um fundinn mikilvæga sem átti sér stað eina spennuþrungna helgi 11. og 12. október árið 1986 þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Jeff Daniels mun fara með hlutverk Reagan en Jared Harris leikur Gorbatsjov. Þá mun J.K. Simmons fara með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Michael Russel Gunn leikstýrir myndinni eftir eigin handriti. Tökur fara fram hér á landi í október, að miklu leyti í Höfða. Í umfjöllun Deadline segir að Gunn hafi staðið að miklum rannsóknum við skrif myndarinnar. Hugmyndin hafi kviknað þegar hann hafi farið á fund Shultz í Stanford í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi fengið afhent leynileg gögn af fundinum. Gögn sem nú hafa verið opinberuð. Í ljósi stríðsátaka í Evrópu sé ætlunin að varpa ljósi á það hvernig megi ná sáttum á tímum stríðsátaka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform eru uppi um gerð kvikmyndar eða sjónvarpsþáttaraðar um Höfðafundinn. Fyrir um áratug hófust þreifingar á þáttaröð um fundinn þar sem Michael Douglas átti að fara með hlutverk Reagan og Christoph Waltz með hlutverk Gorbatsjov.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46