Sonics formlega flutt til Oklahoma 3. júlí 2008 14:29 NordcPhotos/GettyImages Eftir 41 ár í NBA á Seattle-borg ekki lengur lið í deildinni. Í gærkvöld náðist samkomulag um að flytja liðið frá borginni til Oklahoma eftir langar og erfiðar deilur. Eigandi Supersonics, Oklahoma-búinn Clay Bennett, samþykkti í gær að greiða Seattle-borg 75 milljónir dollara eða tæpa 6 milljarða króna til að losa félagið út úr samningum í Seattle fyrir næstu leiktíð. Ein helst ástæða þess að félagið flutti frá Seattle var sú að ekki náðist samkomulag um endurbætur á Key Arena, heimahöll Supersonics. David Stern, forseti deildarinnar, hefur gefið það út að gera þurfi endurbætur á höllinni fyrir um 300 milljónir dollara svo hún sé boðleg NBA höll á nútímavísu. Seattle hefur fengið frest út næsta ár til að gera þessar nauðsynlegu endurbætur ef borgin vill vera inni í myndinni með að fá NBA lið á næstu fimm árum þar á eftir. Fari svo að Seattle fái NBA lið á næstu árum, sem verður að teljast afar ólíklegt, hafa verið gerðir samningar um að liðið fái nafn sitt, merki og búninga á ný frá Oklahoma-félaginu. Þó langri og hatrammri deilu um framtíð félagsins virðist nú lokið, hafa Seattle-menn ekki sagt sitt síðasta og hafa þeir farið í mál við Bennett. Fyrrum eigandi Supersonics vill þannig meina að Bennett hafi brotið samkomulag sem hann gerði þegar hann keypti liðið á sínum tíma, þegar hann lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að halda félaginu í borginni. NBA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Eftir 41 ár í NBA á Seattle-borg ekki lengur lið í deildinni. Í gærkvöld náðist samkomulag um að flytja liðið frá borginni til Oklahoma eftir langar og erfiðar deilur. Eigandi Supersonics, Oklahoma-búinn Clay Bennett, samþykkti í gær að greiða Seattle-borg 75 milljónir dollara eða tæpa 6 milljarða króna til að losa félagið út úr samningum í Seattle fyrir næstu leiktíð. Ein helst ástæða þess að félagið flutti frá Seattle var sú að ekki náðist samkomulag um endurbætur á Key Arena, heimahöll Supersonics. David Stern, forseti deildarinnar, hefur gefið það út að gera þurfi endurbætur á höllinni fyrir um 300 milljónir dollara svo hún sé boðleg NBA höll á nútímavísu. Seattle hefur fengið frest út næsta ár til að gera þessar nauðsynlegu endurbætur ef borgin vill vera inni í myndinni með að fá NBA lið á næstu fimm árum þar á eftir. Fari svo að Seattle fái NBA lið á næstu árum, sem verður að teljast afar ólíklegt, hafa verið gerðir samningar um að liðið fái nafn sitt, merki og búninga á ný frá Oklahoma-félaginu. Þó langri og hatrammri deilu um framtíð félagsins virðist nú lokið, hafa Seattle-menn ekki sagt sitt síðasta og hafa þeir farið í mál við Bennett. Fyrrum eigandi Supersonics vill þannig meina að Bennett hafi brotið samkomulag sem hann gerði þegar hann keypti liðið á sínum tíma, þegar hann lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að halda félaginu í borginni.
NBA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira