Einn leikur fór fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld þar sem Valsmenn unnu tólf marka stórsigur á Íslandsmeisturum Hauka.
Staðan í hálfleik var 21-8, Valsmönnum í vil en þeir fóru á kostum í fyrri hálfleiknum. Haukar unnu síðari hálfleikinn með einu marki en það kom vitanlega ekki að sök.
Elvar Friðriksson skoraði átta mörk fyrir Val í kvöld og þeir Arnór Gunnarsson og Baldvin Þorsteinsson sex hvor.
Hjá Haukum var Andri Stefan markahæstur með fimm mörk en Sigurbergur Sveinsson og Gísli Jón Þórisson komu næstir með fjögur.
Valsmenn eru enn ósigraðir í deildinni og eru með átta stig eftir fimm leiki. Haukar eru í fjórða sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki.
Stórsigur Vals á Haukum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn


Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti



„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti