AIK og Gautaborg gerðu markalaust jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni nú í morgun. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar.
Ragnar Sigurðsson var hins vegar ekki í leikmannahópi Gautaborgar að þessu sinni.
Sænsku meistararnir í Gautaborg komu boltanum yfir línuna í uppbótartíma en markið var dæmt af. Þá höfðu þeir reyndar misst mann af velli því sóknarmaðurinn Pontus Wernbloom fékk að líta sitt annað gula spjald á 86. mínútu.
Gautaborg er enn í fjórða sæti deildarinnar með 35 stig, þrettán á eftir toppliði Kalmar. AIK er í sjötta sæti með 32 stig.
Markalaust hjá AIK og Gautaborg
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
