Framkvæmdastjórar tippa á Lakers 22. október 2008 17:23 Pau Gasol, Kobe Bryant og Andrew Bynum eru taldir líklegir til afreka með Lakers í vetur NordicPhotos/GettyImages Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst þann 28. október. Framkvæmdastjórar í deildinni tippa á að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari næsta sumar. Þetta er sjöunda árið sem tekin er saman könnun meðal framkvæmdastjóra félaganna í deildinni, en hún gefur oft ágæta mynd af því sem koma skal. 46% aðspurðra framkvæmdastjóra eru á því að það verði LA Lakers sem standi uppi sem sigurvegari næsta sumar, en liðið tapaði fyrir Boston í úrslitum í júní sl. Aðeins 19% spá því að Boston muni verja titil sinn og 12% spá því að New Orleans verði meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem meirihluti framkvæmdastjóra spáir San Antonio Spurs ekki titlinum, en aðeins 5% þeirra hallast að sigri liðsins í sumar. 56% framkvæmdastjóra spá því að LeBron James hjá Cleveland verði kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur, 37% hallast að því að Kobe Bryant hjá Lakers vinni verðlaunin annað árið í röð og 7% tippa á að það verði Chris Paul hjá New Orleans Hornets. Þegar kemur að því að spá um hver verði kjörinn nýliði ársins spá 48% því að Michael Beasley hjá Miami verði fyrir valinu, en 30% tippa á Greg Oden hjá Portland Trailblazers - en hann er nú að spila sína fyrstu leiki í deildinni eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu í fyrra og misst af allri leiktíðinni. Paul og Howard bestir í sinni stöðuChris Paul þykir hafa tekið við af Steve Nash sem besti leikstjórnandi NBA deildarinnarNordicPhotos/GettyImagesFramkvæmdastjórarnir eru ár hvert beðnir að meta hver sé besti leikmaður deildarinnar í hverri stöðu fyrir sig.Þeir Chris Paul hjá New Orleans og Dwight Howard hjá Orlando voru í fyrsta skipti valdir besti leikstjórnandinn og besti miðherjinn.Paul hlaut 89% atkvæða sem besti leikstjórnandinn og Howard 56% atkvæða sem besti miðherjinn. Árið áður voru það Steve Nash hjá Phoenix og Yao Ming hjá Houston sem kjörnir voru bestu mennirnir í þessum leikstöðum.Kobe Bryant var sjöunda árið í röð álitinn besti skotbakvörðurinn í deildinni með 93% atkvæða, LeBron James fékk 93% atkvæða sem besti minni framherjinn og Tim Duncan fékk 52% atkvæða sem besti kraftframherjinn í deildinni.Sjöunda árið í röð var Kobe Bryant kjörinn sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjórarnir vildu láta taka síðasta skotið í leik og fékk 89% atkvæða í þeim flokki.Dirk Nowitzki hjá Dallas fékk 67% atkvæða sem besti erlendi leikmaðurinn í deildinni og LeBron James fékk 67% atkvæða þegar spurt var hvaða leikmann framkvæmdastjórarnir myndu velja til að byggja upp lið í kring um.Aðrir molar úr könnuninni:Besti þjálfarinn var Gregg Popovich hja San Antonio (54%), Utah þótti eiga besta heimavöllinn (44%), Kevin Garnett þótti besti varnarmaðurinn (44%), Andrew Bynum hjá Lakers þótti líklegastur til að slá í gegn í vetur (19%)New Orleans þótti skemmtilegasta liðið til að horfa á (27%), Miami og Portland þóttu líklegust til að bæta sig mest í vetur (26%), Mike D´Antoni þótti besti sóknarþjálfarinn (54%), Chris Paul þótti fljótasti leikmaður deildarinnar með bolta (37%) og þá þótti Rudy Fernandez hjá Portland líklegasti erlendi nýliðinn til að eiga gott tímabil (52%). NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst þann 28. október. Framkvæmdastjórar í deildinni tippa á að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari næsta sumar. Þetta er sjöunda árið sem tekin er saman könnun meðal framkvæmdastjóra félaganna í deildinni, en hún gefur oft ágæta mynd af því sem koma skal. 46% aðspurðra framkvæmdastjóra eru á því að það verði LA Lakers sem standi uppi sem sigurvegari næsta sumar, en liðið tapaði fyrir Boston í úrslitum í júní sl. Aðeins 19% spá því að Boston muni verja titil sinn og 12% spá því að New Orleans verði meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem meirihluti framkvæmdastjóra spáir San Antonio Spurs ekki titlinum, en aðeins 5% þeirra hallast að sigri liðsins í sumar. 56% framkvæmdastjóra spá því að LeBron James hjá Cleveland verði kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur, 37% hallast að því að Kobe Bryant hjá Lakers vinni verðlaunin annað árið í röð og 7% tippa á að það verði Chris Paul hjá New Orleans Hornets. Þegar kemur að því að spá um hver verði kjörinn nýliði ársins spá 48% því að Michael Beasley hjá Miami verði fyrir valinu, en 30% tippa á Greg Oden hjá Portland Trailblazers - en hann er nú að spila sína fyrstu leiki í deildinni eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu í fyrra og misst af allri leiktíðinni. Paul og Howard bestir í sinni stöðuChris Paul þykir hafa tekið við af Steve Nash sem besti leikstjórnandi NBA deildarinnarNordicPhotos/GettyImagesFramkvæmdastjórarnir eru ár hvert beðnir að meta hver sé besti leikmaður deildarinnar í hverri stöðu fyrir sig.Þeir Chris Paul hjá New Orleans og Dwight Howard hjá Orlando voru í fyrsta skipti valdir besti leikstjórnandinn og besti miðherjinn.Paul hlaut 89% atkvæða sem besti leikstjórnandinn og Howard 56% atkvæða sem besti miðherjinn. Árið áður voru það Steve Nash hjá Phoenix og Yao Ming hjá Houston sem kjörnir voru bestu mennirnir í þessum leikstöðum.Kobe Bryant var sjöunda árið í röð álitinn besti skotbakvörðurinn í deildinni með 93% atkvæða, LeBron James fékk 93% atkvæða sem besti minni framherjinn og Tim Duncan fékk 52% atkvæða sem besti kraftframherjinn í deildinni.Sjöunda árið í röð var Kobe Bryant kjörinn sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjórarnir vildu láta taka síðasta skotið í leik og fékk 89% atkvæða í þeim flokki.Dirk Nowitzki hjá Dallas fékk 67% atkvæða sem besti erlendi leikmaðurinn í deildinni og LeBron James fékk 67% atkvæða þegar spurt var hvaða leikmann framkvæmdastjórarnir myndu velja til að byggja upp lið í kring um.Aðrir molar úr könnuninni:Besti þjálfarinn var Gregg Popovich hja San Antonio (54%), Utah þótti eiga besta heimavöllinn (44%), Kevin Garnett þótti besti varnarmaðurinn (44%), Andrew Bynum hjá Lakers þótti líklegastur til að slá í gegn í vetur (19%)New Orleans þótti skemmtilegasta liðið til að horfa á (27%), Miami og Portland þóttu líklegust til að bæta sig mest í vetur (26%), Mike D´Antoni þótti besti sóknarþjálfarinn (54%), Chris Paul þótti fljótasti leikmaður deildarinnar með bolta (37%) og þá þótti Rudy Fernandez hjá Portland líklegasti erlendi nýliðinn til að eiga gott tímabil (52%).
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira