Aron: Hafði góða tilfinningu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2008 14:32 Aron Pálmarsson, leikmaður FH. Mynd/Valli Aron Pálmarsson, átján ára leikmaður FH, var í dag valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hann sagði í samtali við Vísi hafa góða tilfinningu fyrir valinu. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi og því hafði ég góða tilfinningu fyrir þessu án þess þó að ég hafi beinlínis átt von á því að vera valinn," sagði Aron. „Ég er því auðvitað mjög sáttur." „Þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef stefnt að síðan ég var polli. Ég byrjaði ungur í yngri landsliðinum og ánægður með að þetta skuli rætast núna, meira að segja fyrr en maður átti von á." FH-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar með sex stig en topplið Akureyrar og Vals eru með átta stig. FH er nýliði í deildinni og hefur því farið vel af stað í haust. „Þetta er búið að ganga vonum framar og ég er búinn að vera að spila vel. Ég er í toppformi þessa dagana eins og allt liðið. Við erum búnir að æfa vel í sumar og það er að borga sig nú." FH er með samkomulag við þýska úrvalsdeildarfélagið Lemgo um forkaupsrétt á Aroni sem kveður á um að ef FH fær tilboð í Aron fær Lemgo tækifæri til að jafna það. Samkomulagið gildir til 2010 en Aron segir ljóst að hugurinn hans stefnir í atvinnumensku. „Ég stefni á atvinnumennskuna síðar meir en mér finnst íslenska deildin henta mér ágætlega nú. Leikirnir eru ágætlega hraðir og skemtilegir. Það eru líka margir góðir leikmenn í deildinni, bæði ungir og efnilegir sem og leikmenn sem hafa komið heim úr atvinnumennsku. Flest liðin í deildinni eru líka mjög jöfn og leikirnir skemmtilegir." Honum líst vel á verkefnin sem eru framundan með landsliðinu. „Ég veit svo sem lítið um landslið Belgíu en Norðmenn eru sterkir. Ég vonast fyrst og fremst til þess að fá tækifærið og vonandi myndi ég þá nýta það. Svo stefni ég á að halda sæti mínu í hópnum þó það gæti verið erfitt. En ég mun halda mínu striki." Íslenski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Aron Pálmarsson, átján ára leikmaður FH, var í dag valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hann sagði í samtali við Vísi hafa góða tilfinningu fyrir valinu. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi og því hafði ég góða tilfinningu fyrir þessu án þess þó að ég hafi beinlínis átt von á því að vera valinn," sagði Aron. „Ég er því auðvitað mjög sáttur." „Þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef stefnt að síðan ég var polli. Ég byrjaði ungur í yngri landsliðinum og ánægður með að þetta skuli rætast núna, meira að segja fyrr en maður átti von á." FH-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar með sex stig en topplið Akureyrar og Vals eru með átta stig. FH er nýliði í deildinni og hefur því farið vel af stað í haust. „Þetta er búið að ganga vonum framar og ég er búinn að vera að spila vel. Ég er í toppformi þessa dagana eins og allt liðið. Við erum búnir að æfa vel í sumar og það er að borga sig nú." FH er með samkomulag við þýska úrvalsdeildarfélagið Lemgo um forkaupsrétt á Aroni sem kveður á um að ef FH fær tilboð í Aron fær Lemgo tækifæri til að jafna það. Samkomulagið gildir til 2010 en Aron segir ljóst að hugurinn hans stefnir í atvinnumensku. „Ég stefni á atvinnumennskuna síðar meir en mér finnst íslenska deildin henta mér ágætlega nú. Leikirnir eru ágætlega hraðir og skemtilegir. Það eru líka margir góðir leikmenn í deildinni, bæði ungir og efnilegir sem og leikmenn sem hafa komið heim úr atvinnumennsku. Flest liðin í deildinni eru líka mjög jöfn og leikirnir skemmtilegir." Honum líst vel á verkefnin sem eru framundan með landsliðinu. „Ég veit svo sem lítið um landslið Belgíu en Norðmenn eru sterkir. Ég vonast fyrst og fremst til þess að fá tækifærið og vonandi myndi ég þá nýta það. Svo stefni ég á að halda sæti mínu í hópnum þó það gæti verið erfitt. En ég mun halda mínu striki."
Íslenski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni