Kári Árnason skoraði mark AGF sem tapaði fyrir Midtjylland 2-1 í danska boltanum í kvöld. Kári minnkaði muninn á 73. mínútu en lengra komst hans lið ekki.
Eftir tíu umferðir er AGF um miðja deild en með sigrinum komst Midtjylland í annað sætið, þremur stigum á eftir toppliði OB.