Júlíus Jónasson kvennalandsliðsþjálfari í handbolta hefur valið 20 manna hóp sem keppir í undankeppni HM í Póllandi dagana 25.-30. nóvember.
Íslenska liðið leikur þá í riðli með Lettum, Slóvökum, Svisslendingum og heimamönnum og fer efsta liðið í riðlinum upp úr riðlinum.
Íslenska liðið hefur æfingar þann 17. nóvember en heldur utan þann 24. nóvember.
Stelpurnar sitja hjá á fyrsta leikdegi en mæta Lettum í fyrsta leik þann 26. nóvember sem er miðvikudagur. Daginn eftir er leikið við Svisslendinga, föstudaginn 28. er hvíld og 29. er leikið við Slóvaka og þann 30. er lokaleikurinn við heimamenn Pólverja.
Hópurinn er sem hér segir:
Markverðir:
Berglind Íris Hansdóttir Valur
Guðrún Maríasdóttir Fylkir
Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir HK
Aðrir leikmenn:
Arna Sif Pálsdóttir HK
Ágústa Edda Björnsdóttir Valur
Ásta Birna Gunnardóttir Fram
Dagný Skúladóttir Valur
Elísabet Gunnardóttir Stjarnan
Hanna Stefánsdóttir Haukum
Hildigunnur Einarsdóttir Valur
Hildur Þorgeirsdóttir FH
Hrafnhildur Skúladóttir Valur
Íris Ásta Pétursdóttir Valur
Jóna S Halldórdóttir HK
Ragnhildur Guðmundsdóttir FH
Rakel Dögg Bragadóttir Kolding
Rut Jónsdóttir Team Tvis Holstebro
Sigurbjörg Jóhannsdóttir Fram
Stella Sigurðardóttir Fram
Sunna María Einarsdóttir Fylkir