Timo Glock: Frábært að vera fljótastur 10. október 2008 17:27 Timo Glock ræddi við blaðamenn eftir góðan árangur á Fuji brautinni í dag. Mynd: Getty Images Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð. "Þetta var góður dagur og í fyrsta skpti sem ég keyri brautina og ég þurfti að læra inn á brautina í morgun", sagði Timo Glock eftir æfinguna í morgun. Fuji er í eigu Toyota og árangur Glock kætti því heimamenn með akstri sínum í dag. Glock varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni 2007 sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1. Það er sama mótaröð og Lewis Hamilton vann 2006, áður en hann gekk til liðs við McLaren Mercedes. Glock er með samning við Toyota a næsta ári og náði fjórða sæti í Singapúr á dögunum. Hann stóðst ásókn Kimi Raikkönen, sem keyrði á endanum á vegg. "Það er mjög vandasamt að stilla bílnum upp fyrir brautina og finna réttan samræmi á milli langa beina kaflans og beygjanna. Við náðum að stilla strengina fyrir aðra æfingu dagsins. Það var frábært að ná besta tíma dagsins, en það væri skemmtilegast að halda þessari stöðu alla helgina. Vonandi mun það styrkja okkur að vera á heimavelli Toyota. Toyota hefur veirð í Formúlu 1 í sjö ár, en hefur ekki náð þeim árangri sem liðið setti sér. Toyota er í fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða og ökumenn liðsins eiga ekki möguleika í stigakeppni ökumanna. En liðið stefnir á góðan árangur á Fuji brautinni. Tímatakan í nótt verður geysilega mikilvæg, þar sem örfá sekúndubrot skildu ökumenn að á æfingum í dag. Tímatkan á Fuji brautinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð. "Þetta var góður dagur og í fyrsta skpti sem ég keyri brautina og ég þurfti að læra inn á brautina í morgun", sagði Timo Glock eftir æfinguna í morgun. Fuji er í eigu Toyota og árangur Glock kætti því heimamenn með akstri sínum í dag. Glock varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni 2007 sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1. Það er sama mótaröð og Lewis Hamilton vann 2006, áður en hann gekk til liðs við McLaren Mercedes. Glock er með samning við Toyota a næsta ári og náði fjórða sæti í Singapúr á dögunum. Hann stóðst ásókn Kimi Raikkönen, sem keyrði á endanum á vegg. "Það er mjög vandasamt að stilla bílnum upp fyrir brautina og finna réttan samræmi á milli langa beina kaflans og beygjanna. Við náðum að stilla strengina fyrir aðra æfingu dagsins. Það var frábært að ná besta tíma dagsins, en það væri skemmtilegast að halda þessari stöðu alla helgina. Vonandi mun það styrkja okkur að vera á heimavelli Toyota. Toyota hefur veirð í Formúlu 1 í sjö ár, en hefur ekki náð þeim árangri sem liðið setti sér. Toyota er í fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða og ökumenn liðsins eiga ekki möguleika í stigakeppni ökumanna. En liðið stefnir á góðan árangur á Fuji brautinni. Tímatakan í nótt verður geysilega mikilvæg, þar sem örfá sekúndubrot skildu ökumenn að á æfingum í dag. Tímatkan á Fuji brautinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira