Veigar Páll Gunnarsson segir að hann verði klár í slaginn fyrir bikarúrslitaleik Stabæk og Vålerenga í Noregi um helgina.
Veigar meiddist á ökkla á æfingu í gær en hann sagði við norska fjölmiðla að hann ætlaði ekki að missa af leiknum. Hann æfði þó ekki með félögum sínum í dag.
„Ökklinn hefur verið að angra mig en þetta er ekki svo slæmt að ég missi af leiknum. Ég æfi á morgun og spila á sunnudaginn," sagði Veigar.
Stabæk varð Noregsmeistari á dögunum og á möguleika á að tryggja sér bikarmeistaratitilinn á sunnudaginn.