Barcelona er að bjóða upp á sannkallaða flugeldasýningu á heimavelli sínum Nývangi í kvöld. Liðið hefur yfir 5-1 gegn Atletico í stórleik kvöldsins þegar flautað hefur verið til hálfleiks.
Eiður Smári skoraði fimmta mark Barcelona eftir innan við hálftíma leik. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en hann hófst klukkan 20.
Rafael Marquez skoraði fyrsta markið með skalla á 4. mínútu, Samuel Eto´o bætti við öðru úr víti á 6. mínútu, Leo Messi bætti við öðru marki á 8. mínútu en gestirnir minnkuðu muninn á 13. mínútu.
Hafi einhver haldið að Atletico ætlaði að vinna sig inn í leikinn eftir það átti annað eftir að koma í ljós, því Samuel Eto´o var aftur á ferðinni á 18. mínútu og Eiður Smári skoraði svo eftir stangarskot Iniesta á 28. mínútu.
Reyndar hafa Börsungar átt fleiri skot í stangirnar á marki Atletico í hálfleiknum og þá hefur Leo Messi komist tvisvar inn fyrir vörnina en ekki náð að skora.