Lazio hefur gengið frá kaupum á tékkneska landsliðsmanninum David Rozehnal sem hefur verið í láni þar frá Newcastle síðan um áramótin.
Newcastle keypti Rozehnal frá PSG í Frakklandi síðasta sumar en hann náði sér ekki á strik í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle keypti hann á 3,9 milljónir punda og fær nú svipaða upphæð fyrir hann frá Lazio.
Rozehnal er 27 ára gamall og var í liði Tékka sem vann 1-0 sigur á Sviss í opnunarleik EM 2008. Hann kom við sögu í tíu leikjum með Lazio á tímabilinu.