Íslandsmeisturum Hauka í karlaflokki og Stjörnunnar í kvennaflokki er spáð góðu gengi í N1 deildinni á komandi vetri ef marka má spá þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni í dag.
Þetta var niðurstaða kynningarfundar fyrir N1 deildina sem haldinn var í hádeginu og hér fyrir neðan má sjá hvernig spáin leit út.
Spáin gerir ráð fyrir því að Valsliðið nái öðru sæti í bæði karla- og kvennaflokki.
N1-deild karla:
Haukar, 228 stig
Valur, 203
HK, 195
Fram, 174
Stjarnan, 143
Akureyri, 113
FH, 110
Víkingur, 82
N1-deild kvenna:
Stjarnan, 225 stig
Valur, 216
Haukar, 189
Fram, 174
Grótta, 136
Fylkir, 133
FH, 89
HK, 86