Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni 21. júlí 2008 07:00 Við hönnun byggingarinnar var tekið mið af öðrum húsum í nágrenni hennar. Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, Foreldrahús og bygging við Vonarstræti 4b. Hefur starfsemi Foreldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deiliskipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu.Horft í norður eftir Lækjargötu blasir hótelbyggingin við.„Athugasemdirnar snerust aðallega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða," segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging," segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenninu þegar húsið var hannað.Suður eftir Lækjargötu. Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn.Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonarstræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inngarður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af tillögunni," segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað." olav@frettabladid.isUmrætt svæði. Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Vísir/Stefán Skipulag Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, Foreldrahús og bygging við Vonarstræti 4b. Hefur starfsemi Foreldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deiliskipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu.Horft í norður eftir Lækjargötu blasir hótelbyggingin við.„Athugasemdirnar snerust aðallega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða," segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging," segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenninu þegar húsið var hannað.Suður eftir Lækjargötu. Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn.Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonarstræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inngarður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af tillögunni," segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað." olav@frettabladid.isUmrætt svæði. Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Vísir/Stefán
Skipulag Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira