Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni 21. júlí 2008 07:00 Við hönnun byggingarinnar var tekið mið af öðrum húsum í nágrenni hennar. Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, Foreldrahús og bygging við Vonarstræti 4b. Hefur starfsemi Foreldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deiliskipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu.Horft í norður eftir Lækjargötu blasir hótelbyggingin við.„Athugasemdirnar snerust aðallega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða," segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging," segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenninu þegar húsið var hannað.Suður eftir Lækjargötu. Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn.Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonarstræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inngarður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af tillögunni," segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað." olav@frettabladid.isUmrætt svæði. Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Vísir/Stefán Skipulag Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, Foreldrahús og bygging við Vonarstræti 4b. Hefur starfsemi Foreldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deiliskipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu.Horft í norður eftir Lækjargötu blasir hótelbyggingin við.„Athugasemdirnar snerust aðallega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða," segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging," segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenninu þegar húsið var hannað.Suður eftir Lækjargötu. Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn.Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonarstræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inngarður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af tillögunni," segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað." olav@frettabladid.isUmrætt svæði. Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Vísir/Stefán
Skipulag Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira