Spænskir fjölmiðlar lofa Eið Smára Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2008 12:06 Takk, Guddy - foríða El Mundo Deportivo í dag. Eiður Smári Guðjohnsen er hetja dagsins í Barcelona eftir sigurmark hans í leiknum gegn Real Betis í gær. Þetta var annars sigur Börsunga í röð eftir 6-1 stórsigur liðsins á Sporting Gijon um síðustu helgi. Eiður Smári kom inn á sem varamaður í þeim leik, rétt eins og í gær. Mark Eiðs Smára í gær var hans fyrsta á tímabilinu með Börsungum og það fyrsta síðan í janúar síðastliðnum er hann skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri á Real Murcia. Reyndar skoraði hann aðeins tvö deildarmörk á síðasta keppnistímabili og var því markið í gær kærkomið fyrir hann. Spænskir fjölmiðlar eru fljótir að breyta mönnum í hetju og skúrka og féll Eiður Smári í fyrrnefnda flokkinn eftir frammistöðuna í gær. Þeir sögðu að mark Eiðs hefði bjargað Barcelona frá slæmu tapi enda hefur tímabilið byrjað heldur illa hjá Börsungum. Barcelona er þó í fimmta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid sem er í öðru sæti deildarinnar og þremur á eftir Villarreal sem er í efsta sæti. Spænskir fjölmiðlar velta nú einnig fyrir sér stöðu Thierry Henry sem var geymdur á bekknum í gær. Það hafi komið flestum í opna skjöldu er Eiði Smára var skipt inn á en ekki Henry. Samuel Eto'o virðist nú vera fyrsti kostur í fremsta sóknarmann og þá verður þeim Andrés Iniesta og Lionel Messi varla haggað á köntunum. Innkoma Eiðs Smára í gær gerir það að verkum að staða Henry er enn verri en áður. Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er hetja dagsins í Barcelona eftir sigurmark hans í leiknum gegn Real Betis í gær. Þetta var annars sigur Börsunga í röð eftir 6-1 stórsigur liðsins á Sporting Gijon um síðustu helgi. Eiður Smári kom inn á sem varamaður í þeim leik, rétt eins og í gær. Mark Eiðs Smára í gær var hans fyrsta á tímabilinu með Börsungum og það fyrsta síðan í janúar síðastliðnum er hann skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri á Real Murcia. Reyndar skoraði hann aðeins tvö deildarmörk á síðasta keppnistímabili og var því markið í gær kærkomið fyrir hann. Spænskir fjölmiðlar eru fljótir að breyta mönnum í hetju og skúrka og féll Eiður Smári í fyrrnefnda flokkinn eftir frammistöðuna í gær. Þeir sögðu að mark Eiðs hefði bjargað Barcelona frá slæmu tapi enda hefur tímabilið byrjað heldur illa hjá Börsungum. Barcelona er þó í fimmta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid sem er í öðru sæti deildarinnar og þremur á eftir Villarreal sem er í efsta sæti. Spænskir fjölmiðlar velta nú einnig fyrir sér stöðu Thierry Henry sem var geymdur á bekknum í gær. Það hafi komið flestum í opna skjöldu er Eiði Smára var skipt inn á en ekki Henry. Samuel Eto'o virðist nú vera fyrsti kostur í fremsta sóknarmann og þá verður þeim Andrés Iniesta og Lionel Messi varla haggað á köntunum. Innkoma Eiðs Smára í gær gerir það að verkum að staða Henry er enn verri en áður.
Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira