Chauncey Billups hjá Denver og Allen Iverson hjá Detroit spila í nótt fyrstu leiki sína eftir að þeir skiptu um lið í NBA deildinni á dögunum.
Billups og félagar í Denver taka á móti Dallas á heimavelli sínum í leik sem hefst klukkan 03:30 og verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni.
Iverson og félagar í Detroit sækja New Jersey heim í nótt, en Detroit hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu.
Vonir standa til að Billups komi með meiri stöðugleika en verið hefur inn í lið Denver, en á móti kemur Iverson með meir eldmóð og stigaskorun inn í lið Detroit. Iverson þarf líklega að taka að sér leikstjórnandastöðuna hjá Detroit.