Tilkynnt var í gær að sóknarmaðurinn Ruud van Nistelrooy hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna og hætta að leika með Hollandi. Hann ætlar að einbeita sér að félagsliði sínu, Real Madrid á Spáni.
Nistelrooy er 32 ára og segir að líkamlegt álag sé ástæða þess að hann hefur ákveðið að hætta með hollenska landsliðinu. Hann á 33 mörk að baki í 64 landsleikjum.