Markvörðurinn Davíð Svansson er að ganga í raðir Fram. Davíð er fæddur 1985 og lék vel í marki Aftureldingar á síðasta tímabili en náði þó ekki að koma í veg fyrir fall liðsins.
Hann hafði ekki áhuga á því að leika í 1. deildinni og eru félagaskipti hans á lokastigi. Davíð kemur líklega á lánssamningi til eins árs. Viggó Sigurðsson er tekinn við þjálfun Fram eins og flestir vita.
Björgvin Páll Gústavsson sem lék í marki Fram í fyrra hefur gert tveggja ára samning við þýska félagið Bittenfeld.
Líklega verður gengið endanlega frá félagaskiptum hans í næsta mánuði.