Grundvöllur lýðræðis 15. nóvember 2008 06:00 Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherravaldi og gömlu flokkseinræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrískiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþingismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum forsætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar - framkvæmdavaldinu - og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í héraðsdóma þar sem aukinn meirihluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþingis þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menningarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórnmálastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í landinu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opinbert og öllum aðgengilegt - vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einnig laun framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana ríkis og einkafyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur-bætur á íslensku lýðræði og réttarbætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherravaldi og gömlu flokkseinræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrískiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþingismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum forsætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar - framkvæmdavaldinu - og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í héraðsdóma þar sem aukinn meirihluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþingis þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menningarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórnmálastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í landinu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opinbert og öllum aðgengilegt - vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einnig laun framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana ríkis og einkafyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur-bætur á íslensku lýðræði og réttarbætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar