Grundvöllur lýðræðis 15. nóvember 2008 06:00 Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherravaldi og gömlu flokkseinræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrískiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþingismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum forsætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar - framkvæmdavaldinu - og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í héraðsdóma þar sem aukinn meirihluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþingis þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menningarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórnmálastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í landinu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opinbert og öllum aðgengilegt - vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einnig laun framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana ríkis og einkafyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur-bætur á íslensku lýðræði og réttarbætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherravaldi og gömlu flokkseinræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrískiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþingismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum forsætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar - framkvæmdavaldinu - og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í héraðsdóma þar sem aukinn meirihluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþingis þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menningarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórnmálastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í landinu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opinbert og öllum aðgengilegt - vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einnig laun framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana ríkis og einkafyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur-bætur á íslensku lýðræði og réttarbætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar