Grundvöllur lýðræðis 15. nóvember 2008 06:00 Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherravaldi og gömlu flokkseinræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrískiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþingismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum forsætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar - framkvæmdavaldinu - og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í héraðsdóma þar sem aukinn meirihluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþingis þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menningarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórnmálastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í landinu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opinbert og öllum aðgengilegt - vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einnig laun framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana ríkis og einkafyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur-bætur á íslensku lýðræði og réttarbætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherravaldi og gömlu flokkseinræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrískiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþingismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum forsætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar - framkvæmdavaldinu - og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í héraðsdóma þar sem aukinn meirihluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþingis þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menningarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórnmálastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í landinu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opinbert og öllum aðgengilegt - vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einnig laun framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana ríkis og einkafyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur-bætur á íslensku lýðræði og réttarbætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun