Ítalski auðjöfurinn Silvio Berlusconi segist 100 prósent viss um að hann muni fara með sigur af hólmi í þingkosningum sem fram fara um helgina.
Boðað var til kosninganna eftir að ríkisstjórn vinstri-miðflokkastjórn Romanos Prodis féll fyrr á árinu.
Lög á Ítalíu banna skoðanakannanir í tvær vikur fyrir kosningar. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hafði hann fimm til níu prósenta forskot á keppinaut sinn Walter Veltroni, fyrrverandi borgarstjóra í Róm.
Berlusconi hefur tvisvar verið forsætisráðherra Ítalíu.