Stabæk náði fimm stiga forskoti í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann Fredrikstad í toppslag deildarinnar 5-1.
Garðar Jóhannsson kom Fredrikstad yfir á nítjándu mínútu en eftir það tók Stabæk völdin.
Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Stabæk og fékk gullið tækifæri til að skora en skaut yfir úr vítaspyrnu.