Eftirminnilegt svar 10. apríl 2008 10:45 Ég var við það að gleypa mína eyfirsku tungu þegar ég heyrði félaga Jón Rögnvaldsson vegamálastjóra svara til um ástæður þess í Íslandi í dag í gær að ófremdarsástand ríkti á vegarkaflanum millum Voga og afleggjarans til Grindavíkur. Svarið: Svo flókin aðgerð ... Ja svo! Ég hef keyrt þennan vegarkafla margsinnis á síðustu mánuðum og jafnan furðar mig á þeim misvísandi vegaskiltum og steinstólpum sem þar hefur verið skáskotið á milli reina. Þvílíkt kaos. Mánuðum saman. Árum saman. Óvíða eru ökumenn afvegaleiddir jafn rækilega. Í þessum efnum er brotavilji Vegagerðarinnar einbeittur. Hún ber jú ábyrgðina. Svo flókin aðgerð, já ... Það þurfti hvert slysið af öðru ... svo að segja í námunda við banaslys ... til að hreyfa við embættismönnum sem hafa ekki hreyft sig af skrifstofunum af því aðgerðin er svo flókin. Það er náttúrlega til einskis að spyrja um ábyrgð. Hitt veit ég, að ég og allur almenningur væri sektaður fyrir viðlíka framferði í umferðinni og vegagerðin kemst upp með ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun
Ég var við það að gleypa mína eyfirsku tungu þegar ég heyrði félaga Jón Rögnvaldsson vegamálastjóra svara til um ástæður þess í Íslandi í dag í gær að ófremdarsástand ríkti á vegarkaflanum millum Voga og afleggjarans til Grindavíkur. Svarið: Svo flókin aðgerð ... Ja svo! Ég hef keyrt þennan vegarkafla margsinnis á síðustu mánuðum og jafnan furðar mig á þeim misvísandi vegaskiltum og steinstólpum sem þar hefur verið skáskotið á milli reina. Þvílíkt kaos. Mánuðum saman. Árum saman. Óvíða eru ökumenn afvegaleiddir jafn rækilega. Í þessum efnum er brotavilji Vegagerðarinnar einbeittur. Hún ber jú ábyrgðina. Svo flókin aðgerð, já ... Það þurfti hvert slysið af öðru ... svo að segja í námunda við banaslys ... til að hreyfa við embættismönnum sem hafa ekki hreyft sig af skrifstofunum af því aðgerðin er svo flókin. Það er náttúrlega til einskis að spyrja um ábyrgð. Hitt veit ég, að ég og allur almenningur væri sektaður fyrir viðlíka framferði í umferðinni og vegagerðin kemst upp með ... -SER.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun