Sögusagnir eru í gangi um að Francesco Totti og Alessandro Nesta ætli að taka landsliðsskóna úr hillunni ef Marcello Lippi tekur aftur við ítalska landsliðinu.
Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Lippi sé að snúa aftur í stólinn.
Totti tilkynnti í fyrrasumar að hann ætlaði að einbeita sér að því að leika fyrir félagslið sitt. Einum mánuði síðar sagði Nesta síðan að hann gæfi ekki kost á sér en útilokaði það ekki að snúa aftur.
Talið er að framtíð Roberto Donadoni ráðist á næstu dögum.