AGF tapaði í dag, 3-0, fyrir Nordsjælland á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Kári Árnason var í byrjunarliði AGF en var tekinn af velli á 59. mínútu.
Eftir sex umferðir er AGF í áttunda sæti deildarinnar með sex stig en Esbjerg, með Gunnar Heiðar Þorvaldsson, er í neðsta sætinu með fjögur.
Nordsjælland vann í dag sinn fyrsta sigur í deildinni en liðið erm eð fimm stig í tíunda sæti.
OB er á toppi deildarinnar með fimmtán stig og fjögurra stiga forystu á FCK sem á leik til góða.
AGF steinlá á heimavelli
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
