Roberto Mancini, þjálfari Inter, hefur staðfest að Alexander Hleb sé á óskalista sínum fyrir sumarið. Hleb er í herbúðum Arsenal og hefur oft verið orðaður við Inter síðustu mánuði.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að missa Hleb en tvö ár eru eftir af samningi hans á Emirates vellinum.
Mancini er mikill aðdáandi Hleb en auk hans eru Abdoulay Konko, leikmaður Genoa, og Gokhan Inler, Udinese, á óskalistanum.