Ivan Cordoba skoraði sigurmark Inter Milan í kvöld þegar liðið vann 3-2 sigur á botnliði Reggina í ítölsku A-deildinni.
Inter virtist eiga sigurinn vísan eftir mörk frá Maicon og Patrick Vieira á fyrstu 24 mínútum leiksins. En Francesco Cozza og Franco Brienza jöfnuðu fyrir botnliðið áður en Cordoba kláraði dæmið í blálokin.
Emil Hallfreðsson var á varamannabekk Reggina í kvöld en kom ekki við sögu í leiknum.
Inter er með 21 stig úr 10 leikjum, stigi meira en Napoli sem sækir AC Milan heim á morgun og Udinese sem tekur á móti Genoa.