Eiður Smári: Engar afsakanir 10. apríl 2008 10:30 Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Revista á Sky sjónvarpsstöðinni í gær. Þar talaði hann m.a. um vandræðin á liði Barcelona í vetur og möguleika þess á að vinna titla í vor. Smelltu hér til að sjá viðtalið við Eið Smára. Barcelona hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vikur og hefur farið illa með góð tækifæri til að komast upp að hlið Real Madrid á toppnum. "Í hvert sinn sem við höfum komist á hæla Real höfum við klikkað á því að nýta okkur það. Real hefur á sama hátt fengið tækifæri til að stinga af, en það hefur heldur ekki tekist. Svo má nefna lið eins og Villarreal, sem er að gera góða hluti þó enginn tali um það. Þeir sýndu það þegar þeir komu á Nou Camp og lögðu okkur," sagði Eiður. "Við verðum bara að reyna að vinna stöðugleika og reyna að vera taplausir það sem eftir lifir af deildarkeppninni. Þá eigum við ef til vill möguleika á titlinum." Möguleikar í Meistaradeildinni Barcelona sló Schalke út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og Eiður telur að kannski sé Meistaradeildin líklegasti vettvangur liðsins til að vinna titil í vor. "Fólk sér meiri möguleika fyrir okkur í Meistaradeildinni en í deildinni n´na. En hver veit, þetta gæti allt verið búið að breytast í næstu viku ef við náum að saxa á forskot Real í deildinni. Það getur þó vel verið að við eigum mesta möguleika í Evrópukeppninni, þó það sé vissulega erfið keppni." Meiðsli eru ekki afsökun Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn hjá Barcelona í vetur þar sem helstu stórstjörnur liðsins hafa misst úr marga leiki. Eiður vill ekki meina að það sér lögmæt afsökun til að útskýra erfiðleika Barcelona. "Við ættum að vera með leikmannahóp sem getur staðið af sér meiðsli, en við höfum átt það til að misstíga okkur í deildinni, en á tíðum sem við hefðum átt að vera setja pressu á Real - settu þeir einmitt meiri pressu á okkur. Það er ódýrt að kenna meiðslum um þessi vandræði okkar, því við höfum alveg tapað leikjum með okkar sterkasta lið líka. Það eru einhverjar aðrar ástæður að baki," sagði Eiður. Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Revista á Sky sjónvarpsstöðinni í gær. Þar talaði hann m.a. um vandræðin á liði Barcelona í vetur og möguleika þess á að vinna titla í vor. Smelltu hér til að sjá viðtalið við Eið Smára. Barcelona hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vikur og hefur farið illa með góð tækifæri til að komast upp að hlið Real Madrid á toppnum. "Í hvert sinn sem við höfum komist á hæla Real höfum við klikkað á því að nýta okkur það. Real hefur á sama hátt fengið tækifæri til að stinga af, en það hefur heldur ekki tekist. Svo má nefna lið eins og Villarreal, sem er að gera góða hluti þó enginn tali um það. Þeir sýndu það þegar þeir komu á Nou Camp og lögðu okkur," sagði Eiður. "Við verðum bara að reyna að vinna stöðugleika og reyna að vera taplausir það sem eftir lifir af deildarkeppninni. Þá eigum við ef til vill möguleika á titlinum." Möguleikar í Meistaradeildinni Barcelona sló Schalke út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og Eiður telur að kannski sé Meistaradeildin líklegasti vettvangur liðsins til að vinna titil í vor. "Fólk sér meiri möguleika fyrir okkur í Meistaradeildinni en í deildinni n´na. En hver veit, þetta gæti allt verið búið að breytast í næstu viku ef við náum að saxa á forskot Real í deildinni. Það getur þó vel verið að við eigum mesta möguleika í Evrópukeppninni, þó það sé vissulega erfið keppni." Meiðsli eru ekki afsökun Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn hjá Barcelona í vetur þar sem helstu stórstjörnur liðsins hafa misst úr marga leiki. Eiður vill ekki meina að það sér lögmæt afsökun til að útskýra erfiðleika Barcelona. "Við ættum að vera með leikmannahóp sem getur staðið af sér meiðsli, en við höfum átt það til að misstíga okkur í deildinni, en á tíðum sem við hefðum átt að vera setja pressu á Real - settu þeir einmitt meiri pressu á okkur. Það er ódýrt að kenna meiðslum um þessi vandræði okkar, því við höfum alveg tapað leikjum með okkar sterkasta lið líka. Það eru einhverjar aðrar ástæður að baki," sagði Eiður.
Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira