Eiður Smári: Engar afsakanir 10. apríl 2008 10:30 Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Revista á Sky sjónvarpsstöðinni í gær. Þar talaði hann m.a. um vandræðin á liði Barcelona í vetur og möguleika þess á að vinna titla í vor. Smelltu hér til að sjá viðtalið við Eið Smára. Barcelona hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vikur og hefur farið illa með góð tækifæri til að komast upp að hlið Real Madrid á toppnum. "Í hvert sinn sem við höfum komist á hæla Real höfum við klikkað á því að nýta okkur það. Real hefur á sama hátt fengið tækifæri til að stinga af, en það hefur heldur ekki tekist. Svo má nefna lið eins og Villarreal, sem er að gera góða hluti þó enginn tali um það. Þeir sýndu það þegar þeir komu á Nou Camp og lögðu okkur," sagði Eiður. "Við verðum bara að reyna að vinna stöðugleika og reyna að vera taplausir það sem eftir lifir af deildarkeppninni. Þá eigum við ef til vill möguleika á titlinum." Möguleikar í Meistaradeildinni Barcelona sló Schalke út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og Eiður telur að kannski sé Meistaradeildin líklegasti vettvangur liðsins til að vinna titil í vor. "Fólk sér meiri möguleika fyrir okkur í Meistaradeildinni en í deildinni n´na. En hver veit, þetta gæti allt verið búið að breytast í næstu viku ef við náum að saxa á forskot Real í deildinni. Það getur þó vel verið að við eigum mesta möguleika í Evrópukeppninni, þó það sé vissulega erfið keppni." Meiðsli eru ekki afsökun Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn hjá Barcelona í vetur þar sem helstu stórstjörnur liðsins hafa misst úr marga leiki. Eiður vill ekki meina að það sér lögmæt afsökun til að útskýra erfiðleika Barcelona. "Við ættum að vera með leikmannahóp sem getur staðið af sér meiðsli, en við höfum átt það til að misstíga okkur í deildinni, en á tíðum sem við hefðum átt að vera setja pressu á Real - settu þeir einmitt meiri pressu á okkur. Það er ódýrt að kenna meiðslum um þessi vandræði okkar, því við höfum alveg tapað leikjum með okkar sterkasta lið líka. Það eru einhverjar aðrar ástæður að baki," sagði Eiður. Spænski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Revista á Sky sjónvarpsstöðinni í gær. Þar talaði hann m.a. um vandræðin á liði Barcelona í vetur og möguleika þess á að vinna titla í vor. Smelltu hér til að sjá viðtalið við Eið Smára. Barcelona hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vikur og hefur farið illa með góð tækifæri til að komast upp að hlið Real Madrid á toppnum. "Í hvert sinn sem við höfum komist á hæla Real höfum við klikkað á því að nýta okkur það. Real hefur á sama hátt fengið tækifæri til að stinga af, en það hefur heldur ekki tekist. Svo má nefna lið eins og Villarreal, sem er að gera góða hluti þó enginn tali um það. Þeir sýndu það þegar þeir komu á Nou Camp og lögðu okkur," sagði Eiður. "Við verðum bara að reyna að vinna stöðugleika og reyna að vera taplausir það sem eftir lifir af deildarkeppninni. Þá eigum við ef til vill möguleika á titlinum." Möguleikar í Meistaradeildinni Barcelona sló Schalke út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og Eiður telur að kannski sé Meistaradeildin líklegasti vettvangur liðsins til að vinna titil í vor. "Fólk sér meiri möguleika fyrir okkur í Meistaradeildinni en í deildinni n´na. En hver veit, þetta gæti allt verið búið að breytast í næstu viku ef við náum að saxa á forskot Real í deildinni. Það getur þó vel verið að við eigum mesta möguleika í Evrópukeppninni, þó það sé vissulega erfið keppni." Meiðsli eru ekki afsökun Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn hjá Barcelona í vetur þar sem helstu stórstjörnur liðsins hafa misst úr marga leiki. Eiður vill ekki meina að það sér lögmæt afsökun til að útskýra erfiðleika Barcelona. "Við ættum að vera með leikmannahóp sem getur staðið af sér meiðsli, en við höfum átt það til að misstíga okkur í deildinni, en á tíðum sem við hefðum átt að vera setja pressu á Real - settu þeir einmitt meiri pressu á okkur. Það er ódýrt að kenna meiðslum um þessi vandræði okkar, því við höfum alveg tapað leikjum með okkar sterkasta lið líka. Það eru einhverjar aðrar ástæður að baki," sagði Eiður.
Spænski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira