NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn 27. október 2008 10:13 Paul Pierce, Kevin Garnett og Ray Allen fara fyrir Boston líkt og í fyrra NordicPhotos/GettyImages Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. Boston verður að teljast sigurstranglegasta liðið í riðlinum, en margir tippa á að lið Philadelphia 76ers eigi eftir að gera góða hluti í vetur eftir að það nældi í framherjann Elton Brand frá LA Clippers í sumar. Þá verður áhugavert að sjá lið Toronto ef nýjasti liðsmaðurinn Jermaine O´Neal heldur heilsu, en mikið uppbyggingarstarf er framundan hjá New York og New Jersey. Boston Celtics Íbúar Boston gátu tekið gleði sína á ný í sumar þegar Celtics vann fyrsta meistaratitil sinn í tvo áratugi og um leið 17. titilinn í sögu félagsins. Boston mætir til leiks með svipað lið og lagði LA Lakers í úrslitunum í júní sl. en þó hefur liðið þurft að sjá eftir lykilvaramanninum James Posey. Skarð hans verður ekki auðfyllt, enda nýttist reynsla hans, varnarleikur og kjarkur vel í úrslitakeppninni. Boston mun áfram byggja á þríeyki sínu Kevin Garnett (19 stig, 9 frák), Paul Pierce (19,6 stig) og Ray Allen (17 stig) og þó þessir sterku leikmenn séu engin unglömb lengur, má reikna með því að erfitt muni reynast að hrifsa af þeim titilinn. Gaman verður að fylgjast með þroska leikstjórnandans Rajon Rondo, sem var ótrúlega drjúgur hjá liðinu í fyrra þrátt fyrir ungan aldur. Gengi Boston í vetur mun velta mikið á því hvernig gengur að halda leikmönnum hungruðum og heilum í vetur. Ólíklegt verður að teljast að liðið leiki eftir ótrúlegan árangur sinn í deildarkeppninni í fyrra þar sem liðið sló t.d. NBA metið yfir viðsnúning milli ára. Liðið vann 66 af 82 leikjum sínum í deildakeppninni - 42 fleiri leiki en tímabilið þar á undan. New Jersey NetsYi Jianlian (fyrir miðju) er nýr leikmaður Nets. Til hægri er Vince Carter og til vinstri Devin HarrisNordicPhotos/GettyImagesMikil uppstokkun hefur átt sér stað hjá liði New Jersey Nets og ómögulegt er að segja til um hvort eða hvenær þetta lið á eftir að verða samkeppnishæft.Nets lék tvisvar til úrslita um NBA meistaratitilinn á meðan Jason Kidd fór fyrir liðinu, en honum var skipt til Dallas á síðustu leiktíð. Það markaði upphafið að tiltektinni, því í sumar lét liðið framherjann Richard Jefferson fara til Milwaukee í skiptum fyrir þá Yi Jianlian og Bobby Simmons. Fyrir hjá liðinu er svo enn skotbakvörðurinn Vince Carter sem nú er óumdeild stjarna liðsins.Það kemur í hlut þessara manna, auk leikstjórnandans Devin Harris sem kom frá Dallas í Kidd-skiptunum, að fleyta Nets inn í nýja tíma. Það mun klárlega taka tíma og þrálátur orðrómur er enn í gangi um að félagið ætli sér að gera LeBron James tilboð þegar samningur hans við Cleveland rennur út. New York KnicksMike D´Antoni á mikið starf fyrir höndumNordicPhotos/GettyImagesLíklega standa fáir þjálfarar í NBA deildinni frammi fyrir eins stórri áskorun og Mike D´Antoni, nýráðinn þjálfari New York Knicks. D´Antoni sló í gegn sem þjálfari Phoenix Suns og byggði þar upp eitt skemmtilegasta og áhrifaríkasta sóknarlið deildarinnar með Steve Nash sem lykilmann í teitinu.D´Antoni mun væntanlega ekki breyta mikið út af vananum og á eflaust eftir að hressa mikið upp á Madison Square Garden, en liðið sem hann tekur við er ansi ólíkt því sem hann lét eftir sig í Phoenix - nema kannski þegar kemur að varnarleiknum.Helstu aðalleikarar í New York undanfarin misseri hafa verið menn eins og Zach Randolph, Eddy Curry og Stephon Marbury, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa allir verið til vandræða á einn eða annan hátt innan vallar sem utan - hvort heldur sem var vegna agavandamála eða heilsuleysis.Flestir hallast að því að þeir Randolph og Curry séu of líkir leikmenn til að þrífast í sama liðinu og þá eru dagar Marbury sem aðalleikstjórnanda New York líklega taldir. Chris Duhon, fyrrum varaleikstjórnandi Chicago Bulls, var fenginn til New York í sumar og mun keppa um byrjunarliðsstöðuna.Það mun þó væntanlega taka D´Antoni langan tíma að taka til í stóra eplinu og óraunhæft að ætlast til mikils af liðinu í vetur. Philadelphia 76ersAndre Iguodala og Elton Brand fara fyrir liði SixersNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia var eitt af spútnikliðum síðasta vetrar í NBA deildinni og átti frábæran endasprett síðasta vor eftir afleita byrjun.Þar á bæ byrjuðu menn frá grunni eftir að Allen Iverson var látinn fara og liðið kom skemmtilega á óvart með því að standa í Detroit Pistons í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Spennan í kring um 76ers minnkaði svo ekki í sumar þegar liðið náði að krækja í kraftframherjann Elton Brand frá LA Clippers, líklega óvæntustu og snaggaralegustu viðskipti sumarsins í deildinni.Brand er mjög sterkur leikmaður sem skilar liði sínu yfirleitt meðaltali upp á 20 stig og 10 fráköst, en slíkir menn vaxa ekki á trjánum í NBA deildinni. Koma hans til Philadelphia hefur skotið liðinu í hóp bestu liða í Austurdeildinni - í það minnsta á pappírunum.Fyrir hjá liðnu eru menn eins og skotbakvörðurinn Andre Iguodala (20 stig) og leikstjórnandinn reyndi Andre Miller (17 stig, 7 stoðs), en þessir þrír ásamt ungum og efnilegum leikmönnum Philadelphia ættu að geta látið hressilega til sín taka í vetur undir stjórn þjálfarans Maurice Cheeks. Toronto RaptorsJermaine O´Neal og Chris Bosh láta til sín taka í teignum í veturNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia var ekki eina liðið í Atlantshafsriðlinum sem nældi sér í vænan bita á leikmannamarkaðnum í sumar. Toronto afréð að láta leikstjórnandann TJ Ford fara til Indiana ásamt Rasho Nesterovic í skiptum fyrir miðherjann Jermaine O´Neal. Þar er á ferðinni sterkur leikmaður sem reyndar hefur átt í miklu basli með meiðsli síðustu ár.Ef O´Neal nær að halda heilsu myndar hann gríðarlega sterkt tvíeyki undir körfunni með bandaríska landsliðsmanninum Chris Bosh (22 stig, 8,7 frák) sem er aðalstjarna Toronto liðsins.Hlutverk O´Neal verður að hirða fráköst, spila vörn og verja skot, en á meðan getur Bosh einbeitt sér meira að því að spila lengra frá körfunni - nokkuð sem hentar honum betur en slagsmálin í teignum.Ítalinn Andrea Bargnani olli miklum vonbrigðum hjá Toronto í fyrra eftir að hafa verið valinn númer eitt í nýliðavalinu leiktíðina áður og ljóst er að liðið þarf á meiru en langskotum að halda frá honum.Leikstjórnandinn Jose Calderon (11 stig, 8 stoðs) fær nú lyklana að sóknarleik Toronto liðsins en þessi skemmtilegi spænski leikstjórnandi var einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar í fyrra. Það verður sannarlega spennandi að sjá hvað Kanadaliðið gerir í vetur, en það mun væntanlega ráðast mikið á heilsu Jermaine O´Neal. NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13 NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57 NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57 NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27 NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. Boston verður að teljast sigurstranglegasta liðið í riðlinum, en margir tippa á að lið Philadelphia 76ers eigi eftir að gera góða hluti í vetur eftir að það nældi í framherjann Elton Brand frá LA Clippers í sumar. Þá verður áhugavert að sjá lið Toronto ef nýjasti liðsmaðurinn Jermaine O´Neal heldur heilsu, en mikið uppbyggingarstarf er framundan hjá New York og New Jersey. Boston Celtics Íbúar Boston gátu tekið gleði sína á ný í sumar þegar Celtics vann fyrsta meistaratitil sinn í tvo áratugi og um leið 17. titilinn í sögu félagsins. Boston mætir til leiks með svipað lið og lagði LA Lakers í úrslitunum í júní sl. en þó hefur liðið þurft að sjá eftir lykilvaramanninum James Posey. Skarð hans verður ekki auðfyllt, enda nýttist reynsla hans, varnarleikur og kjarkur vel í úrslitakeppninni. Boston mun áfram byggja á þríeyki sínu Kevin Garnett (19 stig, 9 frák), Paul Pierce (19,6 stig) og Ray Allen (17 stig) og þó þessir sterku leikmenn séu engin unglömb lengur, má reikna með því að erfitt muni reynast að hrifsa af þeim titilinn. Gaman verður að fylgjast með þroska leikstjórnandans Rajon Rondo, sem var ótrúlega drjúgur hjá liðinu í fyrra þrátt fyrir ungan aldur. Gengi Boston í vetur mun velta mikið á því hvernig gengur að halda leikmönnum hungruðum og heilum í vetur. Ólíklegt verður að teljast að liðið leiki eftir ótrúlegan árangur sinn í deildarkeppninni í fyrra þar sem liðið sló t.d. NBA metið yfir viðsnúning milli ára. Liðið vann 66 af 82 leikjum sínum í deildakeppninni - 42 fleiri leiki en tímabilið þar á undan. New Jersey NetsYi Jianlian (fyrir miðju) er nýr leikmaður Nets. Til hægri er Vince Carter og til vinstri Devin HarrisNordicPhotos/GettyImagesMikil uppstokkun hefur átt sér stað hjá liði New Jersey Nets og ómögulegt er að segja til um hvort eða hvenær þetta lið á eftir að verða samkeppnishæft.Nets lék tvisvar til úrslita um NBA meistaratitilinn á meðan Jason Kidd fór fyrir liðinu, en honum var skipt til Dallas á síðustu leiktíð. Það markaði upphafið að tiltektinni, því í sumar lét liðið framherjann Richard Jefferson fara til Milwaukee í skiptum fyrir þá Yi Jianlian og Bobby Simmons. Fyrir hjá liðinu er svo enn skotbakvörðurinn Vince Carter sem nú er óumdeild stjarna liðsins.Það kemur í hlut þessara manna, auk leikstjórnandans Devin Harris sem kom frá Dallas í Kidd-skiptunum, að fleyta Nets inn í nýja tíma. Það mun klárlega taka tíma og þrálátur orðrómur er enn í gangi um að félagið ætli sér að gera LeBron James tilboð þegar samningur hans við Cleveland rennur út. New York KnicksMike D´Antoni á mikið starf fyrir höndumNordicPhotos/GettyImagesLíklega standa fáir þjálfarar í NBA deildinni frammi fyrir eins stórri áskorun og Mike D´Antoni, nýráðinn þjálfari New York Knicks. D´Antoni sló í gegn sem þjálfari Phoenix Suns og byggði þar upp eitt skemmtilegasta og áhrifaríkasta sóknarlið deildarinnar með Steve Nash sem lykilmann í teitinu.D´Antoni mun væntanlega ekki breyta mikið út af vananum og á eflaust eftir að hressa mikið upp á Madison Square Garden, en liðið sem hann tekur við er ansi ólíkt því sem hann lét eftir sig í Phoenix - nema kannski þegar kemur að varnarleiknum.Helstu aðalleikarar í New York undanfarin misseri hafa verið menn eins og Zach Randolph, Eddy Curry og Stephon Marbury, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa allir verið til vandræða á einn eða annan hátt innan vallar sem utan - hvort heldur sem var vegna agavandamála eða heilsuleysis.Flestir hallast að því að þeir Randolph og Curry séu of líkir leikmenn til að þrífast í sama liðinu og þá eru dagar Marbury sem aðalleikstjórnanda New York líklega taldir. Chris Duhon, fyrrum varaleikstjórnandi Chicago Bulls, var fenginn til New York í sumar og mun keppa um byrjunarliðsstöðuna.Það mun þó væntanlega taka D´Antoni langan tíma að taka til í stóra eplinu og óraunhæft að ætlast til mikils af liðinu í vetur. Philadelphia 76ersAndre Iguodala og Elton Brand fara fyrir liði SixersNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia var eitt af spútnikliðum síðasta vetrar í NBA deildinni og átti frábæran endasprett síðasta vor eftir afleita byrjun.Þar á bæ byrjuðu menn frá grunni eftir að Allen Iverson var látinn fara og liðið kom skemmtilega á óvart með því að standa í Detroit Pistons í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Spennan í kring um 76ers minnkaði svo ekki í sumar þegar liðið náði að krækja í kraftframherjann Elton Brand frá LA Clippers, líklega óvæntustu og snaggaralegustu viðskipti sumarsins í deildinni.Brand er mjög sterkur leikmaður sem skilar liði sínu yfirleitt meðaltali upp á 20 stig og 10 fráköst, en slíkir menn vaxa ekki á trjánum í NBA deildinni. Koma hans til Philadelphia hefur skotið liðinu í hóp bestu liða í Austurdeildinni - í það minnsta á pappírunum.Fyrir hjá liðnu eru menn eins og skotbakvörðurinn Andre Iguodala (20 stig) og leikstjórnandinn reyndi Andre Miller (17 stig, 7 stoðs), en þessir þrír ásamt ungum og efnilegum leikmönnum Philadelphia ættu að geta látið hressilega til sín taka í vetur undir stjórn þjálfarans Maurice Cheeks. Toronto RaptorsJermaine O´Neal og Chris Bosh láta til sín taka í teignum í veturNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia var ekki eina liðið í Atlantshafsriðlinum sem nældi sér í vænan bita á leikmannamarkaðnum í sumar. Toronto afréð að láta leikstjórnandann TJ Ford fara til Indiana ásamt Rasho Nesterovic í skiptum fyrir miðherjann Jermaine O´Neal. Þar er á ferðinni sterkur leikmaður sem reyndar hefur átt í miklu basli með meiðsli síðustu ár.Ef O´Neal nær að halda heilsu myndar hann gríðarlega sterkt tvíeyki undir körfunni með bandaríska landsliðsmanninum Chris Bosh (22 stig, 8,7 frák) sem er aðalstjarna Toronto liðsins.Hlutverk O´Neal verður að hirða fráköst, spila vörn og verja skot, en á meðan getur Bosh einbeitt sér meira að því að spila lengra frá körfunni - nokkuð sem hentar honum betur en slagsmálin í teignum.Ítalinn Andrea Bargnani olli miklum vonbrigðum hjá Toronto í fyrra eftir að hafa verið valinn númer eitt í nýliðavalinu leiktíðina áður og ljóst er að liðið þarf á meiru en langskotum að halda frá honum.Leikstjórnandinn Jose Calderon (11 stig, 8 stoðs) fær nú lyklana að sóknarleik Toronto liðsins en þessi skemmtilegi spænski leikstjórnandi var einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar í fyrra. Það verður sannarlega spennandi að sjá hvað Kanadaliðið gerir í vetur, en það mun væntanlega ráðast mikið á heilsu Jermaine O´Neal.
NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13 NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57 NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57 NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27 NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13
NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57
NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57
NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27
NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13