Mark Jackson verður fyrsti maðurinn sem forráðamenn Phoenix Suns ræða við til að taka við þjálfun liðsins af Mike D´Antoni ef marka má frétt Arizona Republic í kvöld.
Jackson var leikstjórnandi í NBA deildinni á árunum 1987 til 2004 og er annar stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi á eftir John Stockton.
Hann hefur unnið sem sjónvarpsmaður undanfarin ár en sagt var að hann hefði verið inni í myndinni hjá fyrrum félagi sínu New York Knicks, en þar var Mike D´Antoni ráðinn á dögunum.