Tromsö og Bodö/Glimt gerðu í kvöld markalaust jafntefli í eina leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn í liði Bodö/Glimt sem er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig. Þetta eru góð úrslit fyrir Stabæk sem getur náð sex stiga forystu í deildinni á morgun með sigri á Fredrikstad.
Tromsö er nú í öðru sæti deildarinnar með 36 stig eftir tuttugu leiki en Stabæk er á toppinum með 39 stig. Fredrikstad er í þriðja sæti með 35 stig en bæði þessi lið hafa leikið nítján leiki.
Ef Garðar Jóhannsson og félagar í Fredrikstad vinna hins vegar Stabæk á morgun mun spennan á toppi deildarinnar aukast til muna.