Um hvað er deilt? Þorsteinn Pálsson skrifar 27. júlí 2008 08:00 Óskir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða sviðum geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýting og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoðunum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðnin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsóknarflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar niðurstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orkunýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólitíska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í baráttunni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt á þau spili. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefnan þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Óskir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða sviðum geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýting og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoðunum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðnin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsóknarflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar niðurstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orkunýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólitíska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í baráttunni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt á þau spili. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefnan þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun