Aldrei að vita nema Ólafur verði með eftir áramót 3. október 2008 14:04 Guðmundur Guðmundsson Mynd/Vilhelm Nú styttist óðum í fyrstu verkefni íslenska landsliðsins í handbolta í forkeppni EM, en meiðsli lykilmanna íslenska liðsins og óvissa með framtíð Ólafs Stefánssonar setja þar nokkuð strik í reikninginn. Ólafur Stefánsson fyrirliði gaf ekki kost á sér í næstu verkefni með landsliðinu og þá eiga þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson við meiðsli að stríða. Íslenska liðið tekur á móti Belgum hér heima þann 29. þessa mánaðar og sækir svo Norðmenn heim þann 1. nóvember. Guðmundur Guðmundsson framlengdi samning sinn við HSÍ til ársins 2012 í hádeginu og honum til aðstoðar verða áfram þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Kristján Halldórsson. "Það er ekki útséð með það að þessir leikmenn missi af næstu verkefnum, en svona eru íþróttirnar. Við munum byggja á sama kjarna og var á Ólympíuleikunum en við þurfum að fá nýjan mann inn fyrir Ólaf og eitt og annað þannig. Meiðsli þessara lykilmanna koma á slæmum tíma, en þannig er það alltaf í þessu. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því," sagði Guðmundur í samtali við Vísi. Kristján mun fá það verkefni að stýra B-liðinu áfram og verkefni sem kallað hefur verið 2012 hópurinn. Þar verður markmiðið að gera íslenska landsliðshópinn breiðari og fá yngri leikmönnum reynslu af því að spila landsleiki. "Við þurfum breiðari landsliðshóp og þess vegna erum við með þetta hliðarverkefni sem við köllum 2012 hópinn. Markmiðið er að finna þessum hóp regluleg verkefni, helst tvisvar á ári eða oftar," sagði Guðmundur. En er Ólafur Stefánsson út úr myndinni í komandi verkefnum? "Hann er ekki inni í myndinni í augnablikinu, en það er aldrei að vita nema hann komi og veri með okkur eftir áramót. Hann hefur gaman að því að koma og hitta okkur," sagði Guðmundur. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Nú styttist óðum í fyrstu verkefni íslenska landsliðsins í handbolta í forkeppni EM, en meiðsli lykilmanna íslenska liðsins og óvissa með framtíð Ólafs Stefánssonar setja þar nokkuð strik í reikninginn. Ólafur Stefánsson fyrirliði gaf ekki kost á sér í næstu verkefni með landsliðinu og þá eiga þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson við meiðsli að stríða. Íslenska liðið tekur á móti Belgum hér heima þann 29. þessa mánaðar og sækir svo Norðmenn heim þann 1. nóvember. Guðmundur Guðmundsson framlengdi samning sinn við HSÍ til ársins 2012 í hádeginu og honum til aðstoðar verða áfram þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Kristján Halldórsson. "Það er ekki útséð með það að þessir leikmenn missi af næstu verkefnum, en svona eru íþróttirnar. Við munum byggja á sama kjarna og var á Ólympíuleikunum en við þurfum að fá nýjan mann inn fyrir Ólaf og eitt og annað þannig. Meiðsli þessara lykilmanna koma á slæmum tíma, en þannig er það alltaf í þessu. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því," sagði Guðmundur í samtali við Vísi. Kristján mun fá það verkefni að stýra B-liðinu áfram og verkefni sem kallað hefur verið 2012 hópurinn. Þar verður markmiðið að gera íslenska landsliðshópinn breiðari og fá yngri leikmönnum reynslu af því að spila landsleiki. "Við þurfum breiðari landsliðshóp og þess vegna erum við með þetta hliðarverkefni sem við köllum 2012 hópinn. Markmiðið er að finna þessum hóp regluleg verkefni, helst tvisvar á ári eða oftar," sagði Guðmundur. En er Ólafur Stefánsson út úr myndinni í komandi verkefnum? "Hann er ekki inni í myndinni í augnablikinu, en það er aldrei að vita nema hann komi og veri með okkur eftir áramót. Hann hefur gaman að því að koma og hitta okkur," sagði Guðmundur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira