Tívolí í Kaupmannahöfn fær mikla andlitslyftingu á næstu misserum. Breytingarnar verða á útveggjum skemmtigarðsins.
Alveg frá aðalinnganginum á Vesterbrogade að járnbrautarstöðinni. Framkvæmdastjóri Tívolís, Lars Liebst, segir að á þeirri leið verði lögð mikil áhersla á græn svæði og meira pláss fyrir fótgangendur.
Teikningar að þessum breytingum verða kynntar í þessum mánuði. Sjálfsagt verða þær umdeildar þegar þær verða gerðar opinberar.
Framhliðin á Tívolí hefur verið eitt af táknum Kaupmannahafnar til fjölda ára og nokkuð víst að ekki líkar öllum ef henni verður gerbreytt, eins og boðað er.