Passið ykkur útlendingar Óli Tynes skrifar 3. janúar 2008 16:14 Roland Koch. Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum. Roland Koch er forsætisráðherra í Hesse sem er með auðugri héruðum landsins. Hann reitti innflytjendur til reiði fyrr í þessari vikuna þegar hann sakaði útlendinga um að eiga sök á aukinni afbrotatíðni unglinga. Koch dregur þó ekkert í landi í grein sem hann skrifar í blaðið Bild, í dag. Þar segir hann meðal annars; "Á svæðum þar sem er mikill fjöldi innflytjenda verða að vera skýrar reglur og auðvitað afleiðingar ef þeim er ekki fylgt. Þýska verður að vera tungumálið í daglegu lífi og það verður að vera ljóst að það er ekki í samræmi við okkar siði að drepa dýr í eldhúsinu. Né heldur undarlegar hugmyndir um hvernig á að losa sig við rusl." Aðspurður hvað hann meinti um ruslið, sagði aðstoðarmaður Kochs; "Það er fólk sem losar sig við rusl á annan hátt en við hin. Þeir sem lesa grein hans vita hvað hann á við. Ruslinu er bara hent hvar sem er." Mikil umræða hefur verið um innflytjendur í Þýskalandi frá því um hátíðarnar eftir að sást í öryggismyndavélum hvar tveir unglingar, annar grískur en hinn tyrkneskur misþyrmdu þýskum eftirlaunaþega á brautarpalli. Þýskar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt þær myndir aftur og aftur. Það búa um 15 milljónir innflytjenda í Þýskalandi. Þar af eru 3.2 milljónir múslima sem flestir eru upprunnir í Tyrklandi. Opinberar tölur sýna að hlutdeild útlendinga í afbrotum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Hún var 34 prósent árið 1993 en 22 prósent árið 2006. Þetta á við heildina. Engar sérstakar tölur eru til sem sýna sérstaklega afbrot unglinga af erlendum uppruna. Engu að síður birti Bild uppsláttarfrétt við hliðina á grein Kochs með fyrirsögninni; "Ungir útlendingar ofbeldisfyllri en þýskir." Fréttin byggði á rannsókn afbrotafræðings í Hanover. Erlent Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum. Roland Koch er forsætisráðherra í Hesse sem er með auðugri héruðum landsins. Hann reitti innflytjendur til reiði fyrr í þessari vikuna þegar hann sakaði útlendinga um að eiga sök á aukinni afbrotatíðni unglinga. Koch dregur þó ekkert í landi í grein sem hann skrifar í blaðið Bild, í dag. Þar segir hann meðal annars; "Á svæðum þar sem er mikill fjöldi innflytjenda verða að vera skýrar reglur og auðvitað afleiðingar ef þeim er ekki fylgt. Þýska verður að vera tungumálið í daglegu lífi og það verður að vera ljóst að það er ekki í samræmi við okkar siði að drepa dýr í eldhúsinu. Né heldur undarlegar hugmyndir um hvernig á að losa sig við rusl." Aðspurður hvað hann meinti um ruslið, sagði aðstoðarmaður Kochs; "Það er fólk sem losar sig við rusl á annan hátt en við hin. Þeir sem lesa grein hans vita hvað hann á við. Ruslinu er bara hent hvar sem er." Mikil umræða hefur verið um innflytjendur í Þýskalandi frá því um hátíðarnar eftir að sást í öryggismyndavélum hvar tveir unglingar, annar grískur en hinn tyrkneskur misþyrmdu þýskum eftirlaunaþega á brautarpalli. Þýskar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt þær myndir aftur og aftur. Það búa um 15 milljónir innflytjenda í Þýskalandi. Þar af eru 3.2 milljónir múslima sem flestir eru upprunnir í Tyrklandi. Opinberar tölur sýna að hlutdeild útlendinga í afbrotum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Hún var 34 prósent árið 1993 en 22 prósent árið 2006. Þetta á við heildina. Engar sérstakar tölur eru til sem sýna sérstaklega afbrot unglinga af erlendum uppruna. Engu að síður birti Bild uppsláttarfrétt við hliðina á grein Kochs með fyrirsögninni; "Ungir útlendingar ofbeldisfyllri en þýskir." Fréttin byggði á rannsókn afbrotafræðings í Hanover.
Erlent Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira