Elías Már Halldórsson er genginn til liðs við Hauka í N1-deildinni. Elías kemur frá þýska liðinu Empor Rostock en áður lék hann með Stjörnunni og HK.
Hann verður orðinn löglegur í næsta deildarleik Hauka sem verður í febrúar. Hann er 24 ára, örvhentur og getur leikið bæði í hægrahorni sem og í hægri skyttu.
„Hópurinn er mjög samstilltur og því er mikilvægt að Elías reyni að aðlagast hópnum. Hann er keppnismaður og á væntanlega eftir að hjálpa okkur töluvert," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í viðtali við heimasíðu félagsins.
„Ég sé Elías aðallega fyrir mér sem hornamann en hann hefur þann kost að hann geti leyst af fyrir utan í skyttustöðunni."