Hannes Þorsteinn Sigurðsson segir í samtali við norska ríkisútvarpið að það hafi ekki verið honum að kenna að ráðist var á hann í miðbæ Reykjavíkur.
Í frétt sinni segir að ráðist hafi verið á hann þann 21. desember síðastliðinn af sama „gengi" og réðst á Eið Smára Guðjohnsen á sínum tíma.
„Ég veit hverjir eiga í hlut og þeir hafa einnig ráðist á aðra knattspyrnumenn sem og leikara," er haft eftir Hannesi.
NRK segir að Hannes hafi kært þrjá einstaklega vegna atviksins en hann þríbrotnaði í andliti í árásinni.
„Ég gerði ekkert til að ýta undir þessa árás," sagði Hannes sem verður frá knattspyrnuiðkun vegna þessa fram í febrúar.