Í dag var dregið í 16-liða úrslit spænsku bikarkeppninnar og bar þar helst til tíðinda að Sevilla mætir Barcelona.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem aðeins lið úr úrvalsdeildinni eru í 16-liða úrslitum keppninnar.
Leikið verður heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram á miðvikudaginn og síðari leikirnir viku síðar.
Leikirnir:
Sevilla - Barcelona
Recreativo Huelva - Villarreal
Real Zaragoza - Racing Santander
Mallorca - Real Madrid
Athletic Bilbao - Espanyol
Real Betis - Valencia
Atletico Madrid - Valladolid
Getafe - Levante