
Fótbolti
Eiður tekinn af velli í hálfleik

Barcelona vann tilþrifalítinn 2-0 sigur á Mallorca í spænsku deildinni í knattspyrnu í kvöld. Rafael Marques kom Börsungum á bragðið á 63. mínútu eftir bragðdaufan fyrri hálfleik og Samuel Eto´o innsiglaði sigurinn með marki í lokin. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var tekinn af velli í hálfleik.