NBA í nótt: Frábært afrek Jason Kidd dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2008 09:05 Jason Kidd í leiknum gegn Charlotte í nótt. Nordic Photos / Getty Images Jason Kidd náði sinni 97. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði engu að síður ekki til gegn Charlotte Bobcats. Charlotte vann New Jersey, 115-99, en Kidd var með þrettán stig, ellefu fráköst og tólf stoðsendingar í leiknum. Þetta var hans þriðja þrefalda tvenna í jafn mörgum leikjum og er það í fyrsta skiptið sem Kidd nær því. Hann er sömuleiðis fyrsti leikmaður NBA-deildarinnar í meira en áratug sem nær því afreki. Kidd hefur náð þrefaldri tvennu í fjórtán tímabil í röð sem er met í NBA-deildinni. Hann er þriðji í röðinni yfir þá sem hafa náð flestum þreföldum tvennum á ferlinum en á talsvert langt í hina tvo. Oscar Robertson náði flestum, 181 talsins, og Magic Johnson náði 138. Hann er þó í hópi góðra manna því Wilt Chamberlain er í fjórða sæti með 78 þrefaldar tvennur og Larry Bird í því fimmta með 59. Kidd mun þó sennilega bæta sitt persónulega met en hann hefur þegar náð tíu þreföldum tvennum á þessu tímabili. Metið er tólf sem hann setti á síðasta tímabili. „Þrefalda tvennan hefur ekkert að segja nema að við vinnum leikinn," sagði Kidd. Sigur Charlotte var öruggur en staðan í hálfleik var 59-45. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir liðið og Gerald Wallace bætti við 21 og ellefu fráköstum. Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 25 stig og Vince Carter var með sautján. Rashad McCants reynir að komast framhjá Udonis Haslem í leik Minnesota og Miami í nótt.Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum sínum með sigri á Seattle í nótt, 95-79. LeBron James var með 22 stig hjá Cleveland. Þá náði Minnesota loksins að vinna sigur og batt þar með enda á átta leikja taphrinu liðsins. Það er þó lítil tilviljun að liðið vann annað lið sem hefur átt í erfiðleikum - nefnilega Miami Heat. Minnesota vann með tíu stiga mun, 101-91. Þá vann New York sinn fyrsta sigur í átta leikjum þegar liðið vann Chicago, 105-100. Úrslit annarra leikja: Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 83-87 Washington Wizards - Houston Rockets 84-92 Memphis Grizzlies - LA Lakers 101-117Utah Jazz - Indiana Pacers 111-89Sacramento Kings - Orlando Magic 104-100 NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Jason Kidd náði sinni 97. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði engu að síður ekki til gegn Charlotte Bobcats. Charlotte vann New Jersey, 115-99, en Kidd var með þrettán stig, ellefu fráköst og tólf stoðsendingar í leiknum. Þetta var hans þriðja þrefalda tvenna í jafn mörgum leikjum og er það í fyrsta skiptið sem Kidd nær því. Hann er sömuleiðis fyrsti leikmaður NBA-deildarinnar í meira en áratug sem nær því afreki. Kidd hefur náð þrefaldri tvennu í fjórtán tímabil í röð sem er met í NBA-deildinni. Hann er þriðji í röðinni yfir þá sem hafa náð flestum þreföldum tvennum á ferlinum en á talsvert langt í hina tvo. Oscar Robertson náði flestum, 181 talsins, og Magic Johnson náði 138. Hann er þó í hópi góðra manna því Wilt Chamberlain er í fjórða sæti með 78 þrefaldar tvennur og Larry Bird í því fimmta með 59. Kidd mun þó sennilega bæta sitt persónulega met en hann hefur þegar náð tíu þreföldum tvennum á þessu tímabili. Metið er tólf sem hann setti á síðasta tímabili. „Þrefalda tvennan hefur ekkert að segja nema að við vinnum leikinn," sagði Kidd. Sigur Charlotte var öruggur en staðan í hálfleik var 59-45. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir liðið og Gerald Wallace bætti við 21 og ellefu fráköstum. Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 25 stig og Vince Carter var með sautján. Rashad McCants reynir að komast framhjá Udonis Haslem í leik Minnesota og Miami í nótt.Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum sínum með sigri á Seattle í nótt, 95-79. LeBron James var með 22 stig hjá Cleveland. Þá náði Minnesota loksins að vinna sigur og batt þar með enda á átta leikja taphrinu liðsins. Það er þó lítil tilviljun að liðið vann annað lið sem hefur átt í erfiðleikum - nefnilega Miami Heat. Minnesota vann með tíu stiga mun, 101-91. Þá vann New York sinn fyrsta sigur í átta leikjum þegar liðið vann Chicago, 105-100. Úrslit annarra leikja: Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 83-87 Washington Wizards - Houston Rockets 84-92 Memphis Grizzlies - LA Lakers 101-117Utah Jazz - Indiana Pacers 111-89Sacramento Kings - Orlando Magic 104-100
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira