Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía, heldur því fram að hann sé frændi Baracks Obama, forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum.
Vitað er að faðir Obama var frá Kenía og tilheyrði lou-ættbálknum eins og Odinga gerir.
„Faðir Baracks Obama var frændi minn," sagði Odinga í viðtali við BBC-fréttastofuna og bætti því við að Obama hafi tvisvar hringt í sig eftir að óeirðirnar hófust í Kenía.
„Þótt hann sé upptekinn af framboði sínu í Bandaríkjunum, hefur hann gefið sér tíma til þess að hafa áhyggjur af ástandinu í Kenía," sagði Odinga sem sjálfur telur sig réttkjörinn forseta í sínu landi.
Bill Burton, talsmaður Obama, staðfestir að hann hafi hringt. Hins vegar sé honum ekki kunnugt um að skyldleikar séu með honum og Raila Odinga.