NBA í nótt: 30. sigur Boston á tímabilinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2008 10:41 Jason Kidd sækir að Kevin Garnett í leik New Jersey og Boston í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics vann sinn 30. sigur á tímabilinu í nótt með því að bera sigurorð af New Jersey á útivelli, 86-77. Þetta er metjöfnun hjá félaginu en tímabilið 1959-1960 vann Boston 30 af fyrstu 34 leikjum sínum á tímabilnu og varð síðan NBA-meistari um vorið. Risarnir þrír hjá Boston, Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, voru allir með í nótt og voru sem fyrr öflugir. Garnett skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst, Pierce var með átján stig og Allen sextán. En leikurinn var engu að síður spennandi og var það ekki fyrr en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður að Boston tók völdin í leiknum með því að skora þrettán stig í röð. Hvorki Garnett né Pierce voru þá inn á vellinum. New Jersey skoraði sitt fyrsta stig í fjórða leikhluta þegar sex mínútur voru eftir af honum og var Boston þá með sex stiga forystu. New Jersey náði ekki að brúa það bil. Jason Kidd var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná enn einni þrefaldri tvennu en hann skoraði ellefu stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Stigahæstur hjá New Jersey var Richard Jefferson með sautján stig en Vince Carter var með sextán. Leikur Cleveland og Charlotte var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Svo fór að Cleveland vann, 113-106. LeBron James bætti persónulegt met er hann tók nítján fráköst í leiknum en sem fyrr reyndist frammistaða hans skilja á milli liðanna að lokum. James skoraði átta af sínu 31 stigi í síðari framlengingunni en Cleveland vann með sjö stiga mun. James lék samtals í 49 mínútur í leiknum. Anderson Varejao bætti einnig persónulegt met er hann tók átján fráköst en hann og Larry Hughes skoruðu báðir sextán stig í leiknum. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Charlotte með 27 stig en Nazr Mohammed bætti við 21. Jason Richardson byrjaði vel og skoraði fimmtán stig á fyrstu sjö mínútum leiksins en bætti aðeins fjórum stigum við eftir það. Charlotte var með átta stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta en Cleveland var með þriggja stiga forystu fyrir síðustu sókn leiksins. Raymond Felton jafnaði hins vegar metin með þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Þá tapaði Miami sínum tíunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir New Orleans, 114-88. Sem fyrr var Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla en Dwyane Wade skoraði ellefu stig í leiknum. Úrslit annarra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 97-100 New York Knicks - Toronto Raptors 90-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 98-102Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 113-82Denver Nuggets - Orlando Magic 113-103 NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Boston Celtics vann sinn 30. sigur á tímabilinu í nótt með því að bera sigurorð af New Jersey á útivelli, 86-77. Þetta er metjöfnun hjá félaginu en tímabilið 1959-1960 vann Boston 30 af fyrstu 34 leikjum sínum á tímabilnu og varð síðan NBA-meistari um vorið. Risarnir þrír hjá Boston, Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, voru allir með í nótt og voru sem fyrr öflugir. Garnett skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst, Pierce var með átján stig og Allen sextán. En leikurinn var engu að síður spennandi og var það ekki fyrr en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður að Boston tók völdin í leiknum með því að skora þrettán stig í röð. Hvorki Garnett né Pierce voru þá inn á vellinum. New Jersey skoraði sitt fyrsta stig í fjórða leikhluta þegar sex mínútur voru eftir af honum og var Boston þá með sex stiga forystu. New Jersey náði ekki að brúa það bil. Jason Kidd var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná enn einni þrefaldri tvennu en hann skoraði ellefu stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Stigahæstur hjá New Jersey var Richard Jefferson með sautján stig en Vince Carter var með sextán. Leikur Cleveland og Charlotte var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Svo fór að Cleveland vann, 113-106. LeBron James bætti persónulegt met er hann tók nítján fráköst í leiknum en sem fyrr reyndist frammistaða hans skilja á milli liðanna að lokum. James skoraði átta af sínu 31 stigi í síðari framlengingunni en Cleveland vann með sjö stiga mun. James lék samtals í 49 mínútur í leiknum. Anderson Varejao bætti einnig persónulegt met er hann tók átján fráköst en hann og Larry Hughes skoruðu báðir sextán stig í leiknum. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Charlotte með 27 stig en Nazr Mohammed bætti við 21. Jason Richardson byrjaði vel og skoraði fimmtán stig á fyrstu sjö mínútum leiksins en bætti aðeins fjórum stigum við eftir það. Charlotte var með átta stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta en Cleveland var með þriggja stiga forystu fyrir síðustu sókn leiksins. Raymond Felton jafnaði hins vegar metin með þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Þá tapaði Miami sínum tíunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir New Orleans, 114-88. Sem fyrr var Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla en Dwyane Wade skoraði ellefu stig í leiknum. Úrslit annarra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 97-100 New York Knicks - Toronto Raptors 90-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 98-102Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 113-82Denver Nuggets - Orlando Magic 113-103
NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn