Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skora fyrir Barcelona gegn Real Murcia í spænsku úrvalsdeildinni.
Eiður var í byrjunarliði Barcelona en leikurinn hófst klukkan 19.00.
Eiður var á bekknum þegar að Börsungar gerðu jafntefli við Sevilla í fyrri leik liðanna í spænsku bikarkeppninni.
Lionel Messi, Ronaldinho og Deco eru allir frá vegna meiðsla. Þá verður Edmilson ekki með þar sem hann meiddist í leiknum gegn Sevilla.
Eiður Smári er á miðjunni ásamt þeim Rafael Marquez og Xavi en í sókninni eru Bojan Krkic, Thierry Henry og Samuel Eto'o.
Vales er sem fyrr í markinu en vörnina skipa þeir Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram, Carles Puyol og Sylvinho.