Detroit niðurlægt í New York 14. janúar 2008 05:47 Renaldo Balkman og Nate Robinson hjá New York unnu langþráðan tíunda sigur sinn á leiktíðinni NordicPhotos/GettyImages Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Þetta var þriðja lægsta stigaskor Detroit í sögu félagsins og segja má að liðið hafi aldrei séð til sólar í leiknum í nótt. Heimamenn í New York hafa ekki haft margar ástæður til að fagna í vetur og áhorfendur í Madison Square Garden voru margir hverjir með annað augað á risaskjánum yfir vellinum í nótt þar sem verið var að sýna frá leik New York Giants og Dallas Cowboys í NFL deildinni. "Ég þvoði þennan leik af mér í sturtunni og nú er ekkert annað fyrir okkur en að gleyma þessum leik sem fyrst og horfa fram á við," sagði Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit eftir leikinn. Billups var einn af fáum mönnum Detroit sem urðu sér ekki til skammar í leiknum og skoraði 14 stig. Antonio McDyess skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst. Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir New York og Jamaal Crawford skoraði 15 stig, þar af 9 í röð í þriðja leikhlutanum þegar heimamenn stungu af. Toronto vann 116-109 sigur á Portland í æsilegum og tvíframlengdum leik. Chris Bosh skoraði 38 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto en Brandon Roy var með 33 stig og 10 stoðsendingar hjá Portland. Atlanta burstaði Chicago 105-84 þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta en Luol Deng var með 28 stig hjá Chicago. New Orleans lagði Houston 87-82 á útivelli í uppgjöri tveggja af heitari liðum deildarinnar. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Houston en David West skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar - og var allt í öllu hjá gestunum á lokakaflanum. Lakers menn stumra hér áhyggjufullir yfir Andrew Bynum í nóttNordicPhotos/GettyImages Golden State lagði Indiana 106-101 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum á heimavelli. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu bakvarðanna Monta Ellis og Baron Davis hjá heimamönnum, en Ellis skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst og Davis skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot hjá Indiana, Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst og Mike Dunleavy skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Loks vann LA Lakers nauman heimasigur á Memphis Grizzlies 100-99 þar sem Lakers liðið varð fyrir áfalli þegar miðherjinn Andrew Bynum þurfti að fara af velli meiddur á hné og ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig annan leikinn í röð en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 10 stig. Mike Miller var stigahæstur hjá Memphis með 27 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig, hirti 18 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Þetta var þriðja lægsta stigaskor Detroit í sögu félagsins og segja má að liðið hafi aldrei séð til sólar í leiknum í nótt. Heimamenn í New York hafa ekki haft margar ástæður til að fagna í vetur og áhorfendur í Madison Square Garden voru margir hverjir með annað augað á risaskjánum yfir vellinum í nótt þar sem verið var að sýna frá leik New York Giants og Dallas Cowboys í NFL deildinni. "Ég þvoði þennan leik af mér í sturtunni og nú er ekkert annað fyrir okkur en að gleyma þessum leik sem fyrst og horfa fram á við," sagði Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit eftir leikinn. Billups var einn af fáum mönnum Detroit sem urðu sér ekki til skammar í leiknum og skoraði 14 stig. Antonio McDyess skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst. Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir New York og Jamaal Crawford skoraði 15 stig, þar af 9 í röð í þriðja leikhlutanum þegar heimamenn stungu af. Toronto vann 116-109 sigur á Portland í æsilegum og tvíframlengdum leik. Chris Bosh skoraði 38 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto en Brandon Roy var með 33 stig og 10 stoðsendingar hjá Portland. Atlanta burstaði Chicago 105-84 þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta en Luol Deng var með 28 stig hjá Chicago. New Orleans lagði Houston 87-82 á útivelli í uppgjöri tveggja af heitari liðum deildarinnar. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Houston en David West skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar - og var allt í öllu hjá gestunum á lokakaflanum. Lakers menn stumra hér áhyggjufullir yfir Andrew Bynum í nóttNordicPhotos/GettyImages Golden State lagði Indiana 106-101 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum á heimavelli. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu bakvarðanna Monta Ellis og Baron Davis hjá heimamönnum, en Ellis skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst og Davis skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot hjá Indiana, Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst og Mike Dunleavy skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Loks vann LA Lakers nauman heimasigur á Memphis Grizzlies 100-99 þar sem Lakers liðið varð fyrir áfalli þegar miðherjinn Andrew Bynum þurfti að fara af velli meiddur á hné og ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig annan leikinn í röð en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 10 stig. Mike Miller var stigahæstur hjá Memphis með 27 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig, hirti 18 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira