Parma hefur óvænt keypt sóknarmanninn Cristiano Lucarelli frá úkraínska liðinu Shaktar Donetsk. Þessi 32 ára leikmaður bað um að fá að fara frá Shaktar eftir að liðinu mistókst að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Lucarelli hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Parma sem borgar um fjórar milljónir punda fyrir leikmanninn.
Lucarelli ber númerið 99 á bakinu og gæti leikið með Parma gegn meisturum Inter næsta sunnudag.