Cleveland vann í San Antonio 18. janúar 2008 09:27 LeBron James var óstöðvandi í San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Cleveland liðið vann þarna þriðja sigur sinn í röð en forðaði sér naumlega frá því að lenda í framlengingu í þriðja leik sínum af síðustu fjórum. Manu Ginobili hafði tækifæri til að jafna leikinn fyrir San Antonio í lokin en klikkaði. LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og Anderson Varejao skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 31 stig, Tony Parker skoraði 23 stig og Tim Duncan var með 20 stig og hirti 11 fráköst. Bauluðu á Brown Phoenix endurheimti toppsætið í Vesturdeildinni á ný með góðum 106-98 útisigri á LA Lakers, en Lakers-liðið hafði unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, Boris Diaw skoraði 19 stig og Steve Nash var með 20 stoðsendingar í liði Phoenix. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Kobe Bryant var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og jafnaði persónulegt met sitt með 19 fráköstum. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum eftir leikinn var hinsvegar miðherjinn Kwame Brown hjá Lakers, en áhorfendur í Staples Center bauluðu á hann allan síðari hálfleikinn eftir að hann klúðraði opinni troðslu þriðja leikhlutanum og tapaði fjórum af sjö boltum sínum í leiknum. Kobe Bryant var ekki sáttur við viðbrögð áhorfenda. "Þetta var hræðilegt og ef áhorfendur ætla að haga sér svona er betra fyrir þá að vera heldur heima hjá sér. Kwame er viðkvæmur náungi og ef þú baular á hann, gerir það ekkert annað en að brjóta hann niður. Ég er búinn að tala við hann og ég styð hann - hann verður betri í næsta leik," sagði Bryant. Brown yfirgaf Staples Center án þess að ræða við blaðamenn, en hann fær nú það hlutverk að leysa hinn meidda Andrew Bynum af hólmi. Linas Kleiza fór á kostum með Denver í nóttNordicPhotos/GettyImages Metin féllu í Denver Denver vann mikilvægan heimasigur á keppinautum sínum í Norðvesturriðlinum, Utah Jazz 120-109. Litháinn Linas Kleiza hjá Denver átti sinn besta leik á ferlinum þegar hann skoraði 41 stig fyrir heimamenn og hirti 9 fráköst eftir að hafa fengið sæti í byrjunarliðinu í stað Kenyon Martin. "Nú hef ég náð að skora 40 stig á stóra sviðinu. Þetta var sérstakt kvöld og ég á aldrei eftir að gleyma því. Ég vissi að þetta yrði sérstakt kvöld eftir fyrri hálfleikinn," sagði Keiza, sem skoraði 27 stig og var aðeins tveimur stigum frá meti sínu í fyrri hálfleiknum einum saman. Hann var ekki eini Denver leikmaðurinn sem setti persónulegt met í leiknum því miðherjinn Marcus Camby skoraði 24 stig og jafnaði persónuleg met með 24 fráköstum og 11 vörðum skotum. Hann varð aðeins þriðji maðurinn síðan byrjað var að skrá varin skoti í NBA til að hirða 24 fráköst og verja 11 skot í einum leik. Þetta var jafnframt áttundi leikurinn í vetur þar sem Camby hirðir yfir 20 fráköst. Allen Iverson var líka góður í liði Denver og skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 23 stig. Deron Williams var skárstur í slöku liði gestanna með 23 stig og 12 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Cleveland liðið vann þarna þriðja sigur sinn í röð en forðaði sér naumlega frá því að lenda í framlengingu í þriðja leik sínum af síðustu fjórum. Manu Ginobili hafði tækifæri til að jafna leikinn fyrir San Antonio í lokin en klikkaði. LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og Anderson Varejao skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 31 stig, Tony Parker skoraði 23 stig og Tim Duncan var með 20 stig og hirti 11 fráköst. Bauluðu á Brown Phoenix endurheimti toppsætið í Vesturdeildinni á ný með góðum 106-98 útisigri á LA Lakers, en Lakers-liðið hafði unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, Boris Diaw skoraði 19 stig og Steve Nash var með 20 stoðsendingar í liði Phoenix. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Kobe Bryant var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og jafnaði persónulegt met sitt með 19 fráköstum. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum eftir leikinn var hinsvegar miðherjinn Kwame Brown hjá Lakers, en áhorfendur í Staples Center bauluðu á hann allan síðari hálfleikinn eftir að hann klúðraði opinni troðslu þriðja leikhlutanum og tapaði fjórum af sjö boltum sínum í leiknum. Kobe Bryant var ekki sáttur við viðbrögð áhorfenda. "Þetta var hræðilegt og ef áhorfendur ætla að haga sér svona er betra fyrir þá að vera heldur heima hjá sér. Kwame er viðkvæmur náungi og ef þú baular á hann, gerir það ekkert annað en að brjóta hann niður. Ég er búinn að tala við hann og ég styð hann - hann verður betri í næsta leik," sagði Bryant. Brown yfirgaf Staples Center án þess að ræða við blaðamenn, en hann fær nú það hlutverk að leysa hinn meidda Andrew Bynum af hólmi. Linas Kleiza fór á kostum með Denver í nóttNordicPhotos/GettyImages Metin féllu í Denver Denver vann mikilvægan heimasigur á keppinautum sínum í Norðvesturriðlinum, Utah Jazz 120-109. Litháinn Linas Kleiza hjá Denver átti sinn besta leik á ferlinum þegar hann skoraði 41 stig fyrir heimamenn og hirti 9 fráköst eftir að hafa fengið sæti í byrjunarliðinu í stað Kenyon Martin. "Nú hef ég náð að skora 40 stig á stóra sviðinu. Þetta var sérstakt kvöld og ég á aldrei eftir að gleyma því. Ég vissi að þetta yrði sérstakt kvöld eftir fyrri hálfleikinn," sagði Keiza, sem skoraði 27 stig og var aðeins tveimur stigum frá meti sínu í fyrri hálfleiknum einum saman. Hann var ekki eini Denver leikmaðurinn sem setti persónulegt met í leiknum því miðherjinn Marcus Camby skoraði 24 stig og jafnaði persónuleg met með 24 fráköstum og 11 vörðum skotum. Hann varð aðeins þriðji maðurinn síðan byrjað var að skrá varin skoti í NBA til að hirða 24 fráköst og verja 11 skot í einum leik. Þetta var jafnframt áttundi leikurinn í vetur þar sem Camby hirðir yfir 20 fráköst. Allen Iverson var líka góður í liði Denver og skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 23 stig. Deron Williams var skárstur í slöku liði gestanna með 23 stig og 12 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn