Þjóðargrafreiturinn 21. janúar 2008 14:23 Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið. Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn. En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér. Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu. Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni. Og þar liggur hundurinn grafinn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun
Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið. Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn. En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér. Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu. Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni. Og þar liggur hundurinn grafinn ... -SER.